Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 07:10 Þrír lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir andlát drengsins. Getty/Kadri Mohamed Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. Lögreglumennirnir þrír, þeir Nathan Vanderheyden, Kenneth Pengelly og Grason Cappus, eru almennir lögreglumenn hjá fylkislögreglu Ontario. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og alvarlega vanrækslu í starfi sem leitt hafi til dauða hins atján mánaða gamla Jameson Shapiro. Lögreglumennirnir þrír voru kallaðir út í nóvember 2020 í bænum Kawartha Lakes í Ontario vegna heimilisdeilna þar sem skotvopn var haft við hönd en grunur var um að Shapiro hafi verið numinn á brott af föður sínum. Eftir að lögregla gerði tilraun til að stöðva föður drengsins keyrði hann á lögreglubíl og annan bíl. Lögreglumennirnir þrír hófu í kjölfarið skothríð að ökutæki föðursins. Jameson Shapiro, sem sat í aftursæti pallbílsins, varð fyrir skoti og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Faðir hans lést af skotsárum viku síðar. Eftirlitsstofnunin Special Investigations Unit, SIU, tilkynnti í gær að hún hefði tilefni til að ákæra lögreglumennina þrjá. Sérfræðingar á vegum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, aðstoðuðu við rannsókn málsins. SIU hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins, sérstaklega fyrir hvað hún ílengdist. Marga mánuði tók fyrir rannsakendur að taka skýrslu af lögreglumönnunum þremur, sem almennt telst ekki gott í rannsóknum sakamála. Þrátt fyrir það munu lögreglumennirnir mæta fyrir dóm 6. október næstkomandi í borginni Lindsey í Ontario. Kanada Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Lögreglumennirnir þrír, þeir Nathan Vanderheyden, Kenneth Pengelly og Grason Cappus, eru almennir lögreglumenn hjá fylkislögreglu Ontario. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og alvarlega vanrækslu í starfi sem leitt hafi til dauða hins atján mánaða gamla Jameson Shapiro. Lögreglumennirnir þrír voru kallaðir út í nóvember 2020 í bænum Kawartha Lakes í Ontario vegna heimilisdeilna þar sem skotvopn var haft við hönd en grunur var um að Shapiro hafi verið numinn á brott af föður sínum. Eftir að lögregla gerði tilraun til að stöðva föður drengsins keyrði hann á lögreglubíl og annan bíl. Lögreglumennirnir þrír hófu í kjölfarið skothríð að ökutæki föðursins. Jameson Shapiro, sem sat í aftursæti pallbílsins, varð fyrir skoti og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Faðir hans lést af skotsárum viku síðar. Eftirlitsstofnunin Special Investigations Unit, SIU, tilkynnti í gær að hún hefði tilefni til að ákæra lögreglumennina þrjá. Sérfræðingar á vegum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, aðstoðuðu við rannsókn málsins. SIU hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins, sérstaklega fyrir hvað hún ílengdist. Marga mánuði tók fyrir rannsakendur að taka skýrslu af lögreglumönnunum þremur, sem almennt telst ekki gott í rannsóknum sakamála. Þrátt fyrir það munu lögreglumennirnir mæta fyrir dóm 6. október næstkomandi í borginni Lindsey í Ontario.
Kanada Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira