Gengur fram af fólki og eignast aðdáendur með svæsnasta hlaðvarpi landsins Snorri Másson skrifar 2. september 2022 08:01 Kynlífsklúbbar í Berlín, misgóð Tinder-deit og það eilífa verkefni að hætta að deita meth-hausa. Þetta eru ósköp eðlileg viðfangsefni Vigdísar Howser Harðardóttur í hlaðvarpi hennar Kallaðu mig Howser og á engan er hallað þegar fullyrt er að þar fari yfirgengilegasta hlaðvarp landsins. Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sjá meira
Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar
Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“