Skutu niður dróna frá Kína Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2022 10:36 Kinmen-eyjur eru nálægt meginlandi Kína. Hér má sjá eina eyjuna, sem Taívanar stjórna, og í bakgrunni er borgin Xiamen í Kína. Getty/An Rong Xu Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. Ráðamenn í Taipei hafa heitið því að bregðast af hörku við auknum ágangi Kínverja á undanförnum vikum en fyrr í vikunni skutu Taívanar viðvörunarskotum að dróna á svipuðum slóðum. Drónanum var flogið inn í lofthelgi Taívans um klukkan fjögur í nótt, að staðartíma. Samkvæmt frétt Reuters var viðvörunarskotum skotið að drónanum, áður en hann var skotinn niður af hermönnum. Dróninn brotlenti í sjónum við eyjarnar. Sambærilegt atvik átti sér stað í gærmorgun þar sem dróna var snúið við til meginlandsins eftir að viðvörunarskotum var skotið að honum. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir Kínverja reyna að nota dróna, auk annarra leiða, til að reyna að ógna Taívönum. Í yfirlýsingu frá henni segir að Taívanar muni ekki reyna að ögra Kínverjum en þeir muni ekki standa aðgerðarlausir gagnvart ögrunum frá Kína. Bandarískir þingmenn og aðrir embættismenn hafa á undanförnum vikum heimsótt Taívan og ríkin hafa einnig gert samkomulag um vopnakaup. Samhliða því hafa Kínverjar fjölgað heræfingum í grend við Taívan og aukið umfang þeirra. Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona í Bandaríkjunum, heimsótti Taívan um síðustu helgi og fundaði þar með Tsai Ing-wen, forseta.AP/Forsetaembætti Taívans Auknar áhyggjur af innrás Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína eru mótfallnir því að Taívanar eigi í opinberum samskiptum við önnur ríki. Áhyggjur af mögulegri innrás Kínverja í Taívan hafa aukist á undanförnum árum. Sjá einnig: Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið. Taívan Kína Tengdar fréttir Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 28. ágúst 2022 09:44 Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. 15. ágúst 2022 07:54 Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sjá meira
Ráðamenn í Taipei hafa heitið því að bregðast af hörku við auknum ágangi Kínverja á undanförnum vikum en fyrr í vikunni skutu Taívanar viðvörunarskotum að dróna á svipuðum slóðum. Drónanum var flogið inn í lofthelgi Taívans um klukkan fjögur í nótt, að staðartíma. Samkvæmt frétt Reuters var viðvörunarskotum skotið að drónanum, áður en hann var skotinn niður af hermönnum. Dróninn brotlenti í sjónum við eyjarnar. Sambærilegt atvik átti sér stað í gærmorgun þar sem dróna var snúið við til meginlandsins eftir að viðvörunarskotum var skotið að honum. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir Kínverja reyna að nota dróna, auk annarra leiða, til að reyna að ógna Taívönum. Í yfirlýsingu frá henni segir að Taívanar muni ekki reyna að ögra Kínverjum en þeir muni ekki standa aðgerðarlausir gagnvart ögrunum frá Kína. Bandarískir þingmenn og aðrir embættismenn hafa á undanförnum vikum heimsótt Taívan og ríkin hafa einnig gert samkomulag um vopnakaup. Samhliða því hafa Kínverjar fjölgað heræfingum í grend við Taívan og aukið umfang þeirra. Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona í Bandaríkjunum, heimsótti Taívan um síðustu helgi og fundaði þar með Tsai Ing-wen, forseta.AP/Forsetaembætti Taívans Auknar áhyggjur af innrás Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína eru mótfallnir því að Taívanar eigi í opinberum samskiptum við önnur ríki. Áhyggjur af mögulegri innrás Kínverja í Taívan hafa aukist á undanförnum árum. Sjá einnig: Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið.
Taívan Kína Tengdar fréttir Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 28. ágúst 2022 09:44 Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. 15. ágúst 2022 07:54 Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sjá meira
Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 28. ágúst 2022 09:44
Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. 15. ágúst 2022 07:54
Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58
Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43