Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 16:28 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57