Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Atli Arason skrifar 1. september 2022 17:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leiknum gegn Southampton á þriðjudag. Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53
Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39
Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00