Í tilkynningu frá Parton vegna nýja vörumerkisins kemur fram að ást hennar á dýrum hafi ekki minnkað með árunum heldur þvert á móti en fyrsta plata tónlistarkonunnar hafi einmitt verið nefnd „Puppy love.“ Þessi ást Parton í garð dýra er sögð hafa gefið hugmyndinni byr undir báða vængi. Þessu greinir CNN frá.
Innan vörulínunnar verði bolir, kjólar og hárkolla meðal annars en hárkollan á að vera innblásin af hári Parton sjálfrar.
Á kynningarmyndum fyrir vörumerkið má sjá hund söngkonunnar en hann ber nafnið „Billy The Kid“
Vöruúrvalið má nú þegar sjá á Amazon en hægt er að skoða varninginn með því að smella hér.