Sjáðu mörkin úr stórsigri Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 22:01 Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið með tveimur mörkum í upphafi leiks. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann afar öruggan 6-0 sigur er liðið tók á móti Hvít-Rússum í undankeppni HM í kvöld. Sigurinn lyfti íslenska liðinu á topp C-riðils og framundan er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Íslensku stelpurnar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda, en það var landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Sara Björk Gunnarsdóttir, sem kom liðinu í forystu með marki af vítapunktinum á 12. mínútu eftir að Amanda Andradóttir hafði fiskað spyrnuna. Sara Björk! Amanda Andradóttir nær í vítaspyrnu og fyrirliðinn fer á punktinn og SKORAR! 1-0 pic.twitter.com/U6XcTPlUKk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Sara var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skallaði fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið og staðan því orðin 2-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. SARA BJÖRK! Tveimur mínútum síðar tvöfaldar fyrirliðinn forystu Íslands eftir frábæra fyrirgjöf Sveindísar Jane. 2-0 eftir 15 mínútur 🇮🇸 pic.twitter.com/kIGJqFZ15w— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Ekki tókst íslenska liðinu að bæta þriðja markinu við í fyrri hálfleik, en Dagný Brynjarsdóttir sá til þess að áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því eftir hléið. Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Dagný Brynjarsdóttir bætir við þriðja marki Íslands, 3-0 🇮🇸 👏🏽 - Hennar 36. landsliðsmark! pic.twitter.com/AGku8Sw0QG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir skallaði svo hornspyrnu Amöndu Andradóttur í netið þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 4-0 og enn nóg eftir af leiknum. Hin átján ára gamla Amanda Andradróttir með frábæra hornspyrnu og Glódís Perla stangar boltann í netið! 4-0 eftir 70. mínútur 💣 pic.twitter.com/F4Wsku3ZkN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 4-0 varð svo 5-0 tíu mínútum síðar þegar Sveindís Jane Jónsdóttir lék sér að varnarmönnum gestanna og kom boltanum fyrir markið. Þar var mætt áðurnefnd Dagný Brynjarsdóttir og hún skoraði sitt annað mark í leiknum og sitt 37. landsliðsmark á ferlinum. Dagný er því orðin næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Frábærir taktar hjá Sveindísi Jane! Leggur hér upp 37. landsliðsmark Dagnýjar Brynjarsdóttur sem er nú orðin næst markahæsta landsliðskonan frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. 5-0! pic.twitter.com/MeEXavPxh0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Það var svo Selma Sól Magnúsdóttir sem rak smiðshöggið á stórsigur Íslands þegar hún skoraði sjötta mark liðsins á 82. mínútu. Lokatölur 6-0 og íslensku stelpurnar fara fullar sjálfstrausts inn í úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir bætir við sjötta markinu - 6-0 takk fyrir! pic.twitter.com/HLDXqm3NBF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Íslensku stelpurnar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda, en það var landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Sara Björk Gunnarsdóttir, sem kom liðinu í forystu með marki af vítapunktinum á 12. mínútu eftir að Amanda Andradóttir hafði fiskað spyrnuna. Sara Björk! Amanda Andradóttir nær í vítaspyrnu og fyrirliðinn fer á punktinn og SKORAR! 1-0 pic.twitter.com/U6XcTPlUKk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Sara var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skallaði fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið og staðan því orðin 2-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. SARA BJÖRK! Tveimur mínútum síðar tvöfaldar fyrirliðinn forystu Íslands eftir frábæra fyrirgjöf Sveindísar Jane. 2-0 eftir 15 mínútur 🇮🇸 pic.twitter.com/kIGJqFZ15w— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Ekki tókst íslenska liðinu að bæta þriðja markinu við í fyrri hálfleik, en Dagný Brynjarsdóttir sá til þess að áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því eftir hléið. Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Dagný Brynjarsdóttir bætir við þriðja marki Íslands, 3-0 🇮🇸 👏🏽 - Hennar 36. landsliðsmark! pic.twitter.com/AGku8Sw0QG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir skallaði svo hornspyrnu Amöndu Andradóttur í netið þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 4-0 og enn nóg eftir af leiknum. Hin átján ára gamla Amanda Andradróttir með frábæra hornspyrnu og Glódís Perla stangar boltann í netið! 4-0 eftir 70. mínútur 💣 pic.twitter.com/F4Wsku3ZkN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 4-0 varð svo 5-0 tíu mínútum síðar þegar Sveindís Jane Jónsdóttir lék sér að varnarmönnum gestanna og kom boltanum fyrir markið. Þar var mætt áðurnefnd Dagný Brynjarsdóttir og hún skoraði sitt annað mark í leiknum og sitt 37. landsliðsmark á ferlinum. Dagný er því orðin næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Frábærir taktar hjá Sveindísi Jane! Leggur hér upp 37. landsliðsmark Dagnýjar Brynjarsdóttur sem er nú orðin næst markahæsta landsliðskonan frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. 5-0! pic.twitter.com/MeEXavPxh0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Það var svo Selma Sól Magnúsdóttir sem rak smiðshöggið á stórsigur Íslands þegar hún skoraði sjötta mark liðsins á 82. mínútu. Lokatölur 6-0 og íslensku stelpurnar fara fullar sjálfstrausts inn í úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir bætir við sjötta markinu - 6-0 takk fyrir! pic.twitter.com/HLDXqm3NBF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira