Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2022 16:37 Prestur í Albertslund í Danmörku Ole Jensen/GettyImages Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók. Danmörk Trúmál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók.
Danmörk Trúmál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira