Minnst tíu stungin til bana í Kanada Árni Sæberg skrifar 4. september 2022 22:33 Lögreglan í Kanada leitar tveggja manna í tengslum við árásirnar. Mert Alper Dervis Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. Tveir menn, Damien Sanderson og Myles Sanderson, eru grunaðir um að vera ábyrgir fyrir árásunum og eru eftirlýstir af lögreglunni í Kanada. Damien Sanderson, til vinstri, og Myles Sanderson eru grunaðir um árásirnar.Lögreglan í Saskatchewan Fórnalömb árásanna hafa fundist á þrettán mismunandi stöðum í kanadíska héraðinu Saskatchewan. Reuters hefur eftir lögreglunni í héraðinu að svo virðist sem mennirnir tveir hafi valið hluta fórnarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Fólk beðið um að halda sig innandyra Lögreglan í Saskatchewan hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þess að mennirnir ganga enn lausir og biðlar til fólks að fara varlega. Fólk er beðið um að halda sig innandyra eftir fremsta megni og hleypa ókunnugum ekki inn á heimili sitt. Neyðarástandið gildir í héraðinu öllu enda er talið að mennirnir séu á bíl og komist hratt yfir. Byrjuðu eldsnemma Rhonda Blackmore, lögreglustjórinn í Saskatchewan, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynnt hafi verið um fyrstu stunguárásina klukkan 05:40 í morgun að staðartíma. Þá var klukkan 11:40 hér á landi. Fljótlega hafi fjöldi tilkynninga borist viðbragðsaðilum í héraðinu. Þá sagði hún að óttast væri að fórnarlömb mannanna séu fleiri og þau hafi farið sjálf á spítala og séu því ekki inni í tölunni. Trudeau segir árásirnar hryllilegar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kandada, segir á Twitter að árásirnar séu hryllilegar og hryggilegar. Hann segir hug sinn vera hjá aðstandendum þeirra sem létust og hinum særðu. Þá hvetur hann fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda og þakkar viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra í dag. The attacks in Saskatchewan today are horrific and heartbreaking. I m thinking of those who have lost a loved one and of those who were injured.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 4, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Tveir menn, Damien Sanderson og Myles Sanderson, eru grunaðir um að vera ábyrgir fyrir árásunum og eru eftirlýstir af lögreglunni í Kanada. Damien Sanderson, til vinstri, og Myles Sanderson eru grunaðir um árásirnar.Lögreglan í Saskatchewan Fórnalömb árásanna hafa fundist á þrettán mismunandi stöðum í kanadíska héraðinu Saskatchewan. Reuters hefur eftir lögreglunni í héraðinu að svo virðist sem mennirnir tveir hafi valið hluta fórnarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Fólk beðið um að halda sig innandyra Lögreglan í Saskatchewan hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þess að mennirnir ganga enn lausir og biðlar til fólks að fara varlega. Fólk er beðið um að halda sig innandyra eftir fremsta megni og hleypa ókunnugum ekki inn á heimili sitt. Neyðarástandið gildir í héraðinu öllu enda er talið að mennirnir séu á bíl og komist hratt yfir. Byrjuðu eldsnemma Rhonda Blackmore, lögreglustjórinn í Saskatchewan, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynnt hafi verið um fyrstu stunguárásina klukkan 05:40 í morgun að staðartíma. Þá var klukkan 11:40 hér á landi. Fljótlega hafi fjöldi tilkynninga borist viðbragðsaðilum í héraðinu. Þá sagði hún að óttast væri að fórnarlömb mannanna séu fleiri og þau hafi farið sjálf á spítala og séu því ekki inni í tölunni. Trudeau segir árásirnar hryllilegar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kandada, segir á Twitter að árásirnar séu hryllilegar og hryggilegar. Hann segir hug sinn vera hjá aðstandendum þeirra sem létust og hinum særðu. Þá hvetur hann fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda og þakkar viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra í dag. The attacks in Saskatchewan today are horrific and heartbreaking. I m thinking of those who have lost a loved one and of those who were injured.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 4, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira