Líkir Haaland við Jaws úr James Bond Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 08:31 Ekki er vitað hvort Erling Haaland nagar spýtur eins og Jaws gerði stundum. vísir/getty Ógnvænlegur Erling Haaland mun leiða Manchester City til þriðja Englandsmeistaratitilsins í röð. Þetta segir Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports. Haaland hefur farið frábærlega af stað með City og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með tíu mörk. Eitt þeirra kom um helgina þegar City gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa á Villa Park. Neville segir að Haaland sé ekki árennilegur og líkir honum við þekkt illmenni í kvikmyndasögunni. „Erling Haaland, þetta er nánast ósanngjarnt. Ég man þegar ég horfði á James Bond þegar ég var yngri og sá persónuna Jaws sem var risastór. Hann tók fólk bara upp og henti því á jörðina og það er svolítið þannig þegar Haaland spilar á móti þessum sterku miðvörðum,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þú hugsar að hann sé óstöðvandi. Hvernig glímirðu við hann í vítateignum?“ Neville hefur hrifist mjög af Haaland og segir að hann verði eflaust besti leikmaður heims áður en langt um líður. „Hann hefur heillað mig svakalega mikið. Þetta er í fyrsta sinn sem lið í ensku úrvalsdeildinni á einn af bestu ungu leikmönnum heims. Venjulega fara þessir leikmenn til Paris Saint-Germain, Real Madrid eða Barcelona. Cristiano Ronaldo varð bestur í heimi þegar hann spilaði hérna og kannski Thierry Henry en þeir voru það ekki þegar þeir komu hingað,“ sagði Neville. „En með Haaland hugsarðu að hann eigi eftir að vinna Gullboltann og vera bestur í heimi. Það er spennandi og hefur ekki gerst í ensku úrvalsdeildinni í nokkurn tíma.“ Haaland spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir City í Meistaradeild Evrópu þegar liðið sækir Sevilla heim annað kvöld. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Haaland hefur farið frábærlega af stað með City og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með tíu mörk. Eitt þeirra kom um helgina þegar City gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa á Villa Park. Neville segir að Haaland sé ekki árennilegur og líkir honum við þekkt illmenni í kvikmyndasögunni. „Erling Haaland, þetta er nánast ósanngjarnt. Ég man þegar ég horfði á James Bond þegar ég var yngri og sá persónuna Jaws sem var risastór. Hann tók fólk bara upp og henti því á jörðina og það er svolítið þannig þegar Haaland spilar á móti þessum sterku miðvörðum,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þú hugsar að hann sé óstöðvandi. Hvernig glímirðu við hann í vítateignum?“ Neville hefur hrifist mjög af Haaland og segir að hann verði eflaust besti leikmaður heims áður en langt um líður. „Hann hefur heillað mig svakalega mikið. Þetta er í fyrsta sinn sem lið í ensku úrvalsdeildinni á einn af bestu ungu leikmönnum heims. Venjulega fara þessir leikmenn til Paris Saint-Germain, Real Madrid eða Barcelona. Cristiano Ronaldo varð bestur í heimi þegar hann spilaði hérna og kannski Thierry Henry en þeir voru það ekki þegar þeir komu hingað,“ sagði Neville. „En með Haaland hugsarðu að hann eigi eftir að vinna Gullboltann og vera bestur í heimi. Það er spennandi og hefur ekki gerst í ensku úrvalsdeildinni í nokkurn tíma.“ Haaland spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir City í Meistaradeild Evrópu þegar liðið sækir Sevilla heim annað kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti