Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2022 11:27 Pétur Thor Gunnarsson er framkvæmdastjóri Freyju. Hann tekur fyrir það að danskur sælgætisframleiðandi hafi árið 2009 fundið upp á því að bjóða upp á súkkulaðihúðaðan lakkrís. Freyja Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. Í kynningartexta um vörur fyrirtækisins, sem vakið hefur athygli á Twitter, eftir að grínistinn og leikarinn Vilhelm Neto deildi honum , segir að Johan Bülow, forsprakki áðurnefnds fyrirtækis, hafi árið 2009 fengið þá hugmynd að húða lakkrís með súkkulaði. Hugmyndin hafi þótt svo róttæk að háværar efasemdarraddir hafi vaknað. Það væri hreinlega ekki hægt að framleiða slíka vöru. „En hin vinsæla vara A leit brátt dagsljósið,“ segir í auglýsingunni, sem einhverjir hafa bent á að sé nokkuð dramatísk. Sér í lagi þegar haft er í huga að verið er að auglýsa sælgæti. Ég er all in í að starta drama með Danmörk.Bulow að eigna sér lakkrís og sukkkulaði combóið er svo ótrúlegt pic.twitter.com/5WRRKztJdb— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) September 1, 2022 Með skjáskoti af auglýsingunni sagði Vilhelm að ótrúlegt væri að fylgjast með Dönum reyna að eigna sér heiðurinn af framleiðsluaðferð sælgætis sem hefur þekkst um nokkuð langt skeið hér á landi, í það minnsta frá því fyrir árið 2009. Áður en málið komst í hámæli á samfélagsmiðlum hafði DV fjallað um málið, og ræddi þar við Írisi Björg Þorvaldsdóttur, sem búsett er í Danmörku. Þar eru rakin samskipti hennar við fyrirtækið vegna auglýsingarinnar, eftir að hún benti á að Íslendingar hefðu löngu fyrir árið 2009 gætt sér á súkkulaðihúðuðum lakkrís. Þrátt fyrir að hafa sagst munu breyta auglýsingunni virðist fyrirtækið ekki hafa gert það. Íslendingar hundrað prósent fyrstir „Þetta eru svona Danir að eigna sér heiðurinn okkar. Íslendingar hafa gert þetta síðan ég veit ekki hvenær. Blandað þá saman sjálfir lakkrís og súkkulaði. Þegar farið var út í sjoppu þá keyptu þeir lakkríslengju og súkkulaðistykki og borðuðu saman. Það er síðan 1984 sem kemur á markað vara sem heitir Freyju draumur. Það er í rauninni fyrsta vara þessarar tegundar sem verður til sem framleiðsluvara,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisframleiðandans Freyju. Rætt var við Pétur Thor í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um fullyrðingar danska fyrirtækisins um uppruna hinnar þekktu blöndu lakkríss og súkkulaðis. Hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Líkt og áður sagði halda Bülow-liðar því fram að blandan hafi fyrst litið dagsins ljós, þrátt fyrir miklar efasemdir um að yfir höfuð væri hægt að blanda saman súkkulaði og lakkrís, árið 2009. Pétur segir að frá 1984 og til 2009 hafi fjöldi vara sem byggja á sömu blöndu litið dagsins ljós hér á landi. „Þannig að, nei nei, Íslendingar voru hundrað prósent fyrstir með þetta,“ segir Pétur. Hugmyndin kviknaði á Íslandi Pétur segir þá að Johan Bülow hafi raunar fengið hugmyndina að súkkulaðihúðuðum lakkrískúlum hér á landi, eftir að hafa smakkað hinar vinsælu Djúpur, sem komu á markað árið 2002. „Hann sagði þessa sögu, er hættur að segja hana núna, en sagði frá því að hann fékk hugmyndina hér. Ég tek ekkert frá honum, hann vinnur frábært verk og gerir flotta hluti. Hann hefur ferðast oft til Íslands, elskar Ísland og allt það. Hann fær hugmyndina að vörunni sinni hér. Smakkar Djúpur og segir: „Heyrðu, ég ætla að fara til Danmerkur og ég ætla að búa þetta til þarna.““ Pétur segir nokkurn mun á vörum Bülow og þeim súkkulaðilakkrísvörum sem Íslendingar eiga að venjast. „Fyrst og fremst lakkrísinn sjálfur. Það er stærsti munurinn. Í öðru lagi er munurinn sá að þeir eru bara með öðruvísi súkkulaði,“ segir Pétur, sem er þó ekki þar með að segja að súkkulaði hinna dönsku sé eitthvað annað en gæðasúkkulaði, líkt og það er markaðssett. Sælgætisgerðarmaðurinn Johan Bülow við störf.Lakrids by Johan Bülow Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Bítið Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Í kynningartexta um vörur fyrirtækisins, sem vakið hefur athygli á Twitter, eftir að grínistinn og leikarinn Vilhelm Neto deildi honum , segir að Johan Bülow, forsprakki áðurnefnds fyrirtækis, hafi árið 2009 fengið þá hugmynd að húða lakkrís með súkkulaði. Hugmyndin hafi þótt svo róttæk að háværar efasemdarraddir hafi vaknað. Það væri hreinlega ekki hægt að framleiða slíka vöru. „En hin vinsæla vara A leit brátt dagsljósið,“ segir í auglýsingunni, sem einhverjir hafa bent á að sé nokkuð dramatísk. Sér í lagi þegar haft er í huga að verið er að auglýsa sælgæti. Ég er all in í að starta drama með Danmörk.Bulow að eigna sér lakkrís og sukkkulaði combóið er svo ótrúlegt pic.twitter.com/5WRRKztJdb— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) September 1, 2022 Með skjáskoti af auglýsingunni sagði Vilhelm að ótrúlegt væri að fylgjast með Dönum reyna að eigna sér heiðurinn af framleiðsluaðferð sælgætis sem hefur þekkst um nokkuð langt skeið hér á landi, í það minnsta frá því fyrir árið 2009. Áður en málið komst í hámæli á samfélagsmiðlum hafði DV fjallað um málið, og ræddi þar við Írisi Björg Þorvaldsdóttur, sem búsett er í Danmörku. Þar eru rakin samskipti hennar við fyrirtækið vegna auglýsingarinnar, eftir að hún benti á að Íslendingar hefðu löngu fyrir árið 2009 gætt sér á súkkulaðihúðuðum lakkrís. Þrátt fyrir að hafa sagst munu breyta auglýsingunni virðist fyrirtækið ekki hafa gert það. Íslendingar hundrað prósent fyrstir „Þetta eru svona Danir að eigna sér heiðurinn okkar. Íslendingar hafa gert þetta síðan ég veit ekki hvenær. Blandað þá saman sjálfir lakkrís og súkkulaði. Þegar farið var út í sjoppu þá keyptu þeir lakkríslengju og súkkulaðistykki og borðuðu saman. Það er síðan 1984 sem kemur á markað vara sem heitir Freyju draumur. Það er í rauninni fyrsta vara þessarar tegundar sem verður til sem framleiðsluvara,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisframleiðandans Freyju. Rætt var við Pétur Thor í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um fullyrðingar danska fyrirtækisins um uppruna hinnar þekktu blöndu lakkríss og súkkulaðis. Hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Líkt og áður sagði halda Bülow-liðar því fram að blandan hafi fyrst litið dagsins ljós, þrátt fyrir miklar efasemdir um að yfir höfuð væri hægt að blanda saman súkkulaði og lakkrís, árið 2009. Pétur segir að frá 1984 og til 2009 hafi fjöldi vara sem byggja á sömu blöndu litið dagsins ljós hér á landi. „Þannig að, nei nei, Íslendingar voru hundrað prósent fyrstir með þetta,“ segir Pétur. Hugmyndin kviknaði á Íslandi Pétur segir þá að Johan Bülow hafi raunar fengið hugmyndina að súkkulaðihúðuðum lakkrískúlum hér á landi, eftir að hafa smakkað hinar vinsælu Djúpur, sem komu á markað árið 2002. „Hann sagði þessa sögu, er hættur að segja hana núna, en sagði frá því að hann fékk hugmyndina hér. Ég tek ekkert frá honum, hann vinnur frábært verk og gerir flotta hluti. Hann hefur ferðast oft til Íslands, elskar Ísland og allt það. Hann fær hugmyndina að vörunni sinni hér. Smakkar Djúpur og segir: „Heyrðu, ég ætla að fara til Danmerkur og ég ætla að búa þetta til þarna.““ Pétur segir nokkurn mun á vörum Bülow og þeim súkkulaðilakkrísvörum sem Íslendingar eiga að venjast. „Fyrst og fremst lakkrísinn sjálfur. Það er stærsti munurinn. Í öðru lagi er munurinn sá að þeir eru bara með öðruvísi súkkulaði,“ segir Pétur, sem er þó ekki þar með að segja að súkkulaði hinna dönsku sé eitthvað annað en gæðasúkkulaði, líkt og það er markaðssett. Sælgætisgerðarmaðurinn Johan Bülow við störf.Lakrids by Johan Bülow
Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Bítið Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56