Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 11:26 Rhonda Blackmore, aðstoðarlögreglustjórinn í Saskatchewan, á blaðamannafundi um helgina. Damien Sanderson fannst látinn í gær en Myles gengur enn laus. AP/Michael Bell Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. Honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra og stóð til að handtaka hann á nýjan leik í nóvember. Sú ákvörðun var þó felld niður í febrúar og komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að ekki stafaði ógn af honum. Damien Sanderson (31), bróðir Myles (30), fannst látinn í gær. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hann dó en lögreglan hefur sagt að hann hafi verið með áverka sem hann hafi ekki veitt sér sjálfur. Tíu eru látnir og átján særðir eftir árásir þeirra bræðra í Saskatchewan í Kanada. Í frétt CBC News segir að Myles Sanderson hafi verið dæmdur 59 sinnum á rúmur tveimur áratugum. Þar á meðal fyrir líkamsárásir, árás með vopni, hótanir, árás á lögregluþjón og rán. Þá hefur hann margsinnis verið dæmdur fyrir að rjúfa skilorð og brjóta reglur reynslulausnar og hefur honum verið bannað að eiga skotvopn vegna þessara dóma. Dómsskjöl í Kanada sýna að Myles hefur lengi átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna en hann var byrjaður að neyta kókaíns þegar hann var fjórtán ára gamall. Í skjali sem snýr að reynslulausn hans segir að regluleg neysla hans á kókaíni, maríjúana og áfengi hafi oft leitt til þess að hann missti stjórn á skapi sínum. Í einu slíku atviki frá 2017 ruddist Myles inn til fyrrverandi kærustu sinnar þar sem hann kýldi í gegnum hurð á baðherbergi þar sem börn voru að fela sig fyrir honum. Hann kastaði svo múrstein í framrúðu bíls konunnar. Nokkrum dögum síðar hótaði hann að myrða starfsmenn í verslun sem hann sótti og hótaði hann einnig að brenna hús foreldra sinna. Árið 2018 stakk hann tvo menn með gaffli og rotaði annan en samkvæmt kanadísk miðlinum Global News voru mennirnir við drykkju heima hjá Myles. Sumarið 2018 sparkaði hann svo ítrekað í andlit lögregluþjóns sem var að reyna að handtaka hann. Sleppt í ágúst í fyrra Myles var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í ágúst í fyrra. Í nóvember var sú reynslulausn þó felld niður þar sem Myles hafði brotið þær reglur sem honum hafði verðið settar. Þá var hann sagður vera edrú, kominn með vinnu og í meðferð hjá ráðgjafa. Hann hafði hins vegar brotið reglurnar með því að flytja inn til fyrrverandi kærustu sinnar. Sú ákvörðun var þá afturkölluð í febrúar. Þá staðhæfði sérstök nefnd sem fjallar um málefni fanga á reynslulausn að það stafaði ekki ógn af Myles Sanderson og það að hafa hann á reynslulausn myndi hjálpa til við að gera hann að „löghlýðnum borgara“. CBC segir þó að lýst hafi verið eftir Myles í maí og lögreglan hefur staðfest að það er vegna þess að hann hafði hætt að mæta á fundi með skilorðsfulltrúa sínum. Hann hefur þó gengið laus í allt sumar. Kanada Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra og stóð til að handtaka hann á nýjan leik í nóvember. Sú ákvörðun var þó felld niður í febrúar og komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að ekki stafaði ógn af honum. Damien Sanderson (31), bróðir Myles (30), fannst látinn í gær. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hann dó en lögreglan hefur sagt að hann hafi verið með áverka sem hann hafi ekki veitt sér sjálfur. Tíu eru látnir og átján særðir eftir árásir þeirra bræðra í Saskatchewan í Kanada. Í frétt CBC News segir að Myles Sanderson hafi verið dæmdur 59 sinnum á rúmur tveimur áratugum. Þar á meðal fyrir líkamsárásir, árás með vopni, hótanir, árás á lögregluþjón og rán. Þá hefur hann margsinnis verið dæmdur fyrir að rjúfa skilorð og brjóta reglur reynslulausnar og hefur honum verið bannað að eiga skotvopn vegna þessara dóma. Dómsskjöl í Kanada sýna að Myles hefur lengi átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna en hann var byrjaður að neyta kókaíns þegar hann var fjórtán ára gamall. Í skjali sem snýr að reynslulausn hans segir að regluleg neysla hans á kókaíni, maríjúana og áfengi hafi oft leitt til þess að hann missti stjórn á skapi sínum. Í einu slíku atviki frá 2017 ruddist Myles inn til fyrrverandi kærustu sinnar þar sem hann kýldi í gegnum hurð á baðherbergi þar sem börn voru að fela sig fyrir honum. Hann kastaði svo múrstein í framrúðu bíls konunnar. Nokkrum dögum síðar hótaði hann að myrða starfsmenn í verslun sem hann sótti og hótaði hann einnig að brenna hús foreldra sinna. Árið 2018 stakk hann tvo menn með gaffli og rotaði annan en samkvæmt kanadísk miðlinum Global News voru mennirnir við drykkju heima hjá Myles. Sumarið 2018 sparkaði hann svo ítrekað í andlit lögregluþjóns sem var að reyna að handtaka hann. Sleppt í ágúst í fyrra Myles var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í ágúst í fyrra. Í nóvember var sú reynslulausn þó felld niður þar sem Myles hafði brotið þær reglur sem honum hafði verðið settar. Þá var hann sagður vera edrú, kominn með vinnu og í meðferð hjá ráðgjafa. Hann hafði hins vegar brotið reglurnar með því að flytja inn til fyrrverandi kærustu sinnar. Sú ákvörðun var þá afturkölluð í febrúar. Þá staðhæfði sérstök nefnd sem fjallar um málefni fanga á reynslulausn að það stafaði ekki ógn af Myles Sanderson og það að hafa hann á reynslulausn myndi hjálpa til við að gera hann að „löghlýðnum borgara“. CBC segir þó að lýst hafi verið eftir Myles í maí og lögreglan hefur staðfest að það er vegna þess að hann hafði hætt að mæta á fundi með skilorðsfulltrúa sínum. Hann hefur þó gengið laus í allt sumar.
Kanada Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira