Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2022 20:50 Sandra Sigurðardóttir með eina af fjölmörgum vörslum sínum í leiknum. ANP via Getty Images Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira