De Bruyne: Veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 07:02 Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland er blanda sem bara virkar. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Kevin De Bruyne, leikmaður Englandmeistara Manchester City, hefur lagt upp fimm mörk í sjö leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils. Hann lagði upp fyrsta mark City er liðið vann 4-0 útisigur gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu fyrir Norðmanninn Erling Baut Haaland. Þrjár af þessum fimm stoðsendingum Belgans hafa verið á Haaland og eins og kannski flestir bjuggust við þá er Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland blanda sem bara virkar. Eins og pylsa og kók eða Malt og Appelsín. De Bruyne 🅰️Haaland ⚽️Get used to this, get VERY used to it 🔥 pic.twitter.com/ptIcTu2ZXd— 433 (@433) September 6, 2022 Eftir sigurinn gegn Sevilla í gær ræddi miðjumaðurinn einmitt um þessa tengingu þeirra félaga og sagði að hann gæti alltaf treyst á það að nýi liðsfélaginn sinn væri mættur til að taka við sendingum hans. „Ég reyni bara að vinna mína vinnu. Taka réttu hlaupin og reyni að búa til eins mörg færi og ég get og ég veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur. Eins og staðan er núna þá er hann að skora mikið af mörkum og það hjálpar okkur að vinna leiki,“ sagði De Bruyne eftir sigurinn. Eins og áhugafólk um enska knattspyrnu veit þá var Haaland keyptur til City fyrir um 60 milljónir evra fyrr í sumar. Einhverjir reyndu að vera sniðugir og spáðu því að einn besti framherji heims síðustu ár ætti eftir að þurfa tíma til að aðlagast fótboltanum hjá City, en hann hefur heldur betur afsannað það og skorað 12 mörk í sjö leikjum í öllum keppnum. „Mér finnst hann hafa aðlagast okkar bolta mjög vel, en ég held að ef við horfum framhjá markaskorun þá sé annar hluti leiksins sem er kannski erfiðara að aðlagast,“ sagði De Bruyne um liðsfélaga sinn. „Mér finnst það spennandi. Ef hann nær að aðlagast okkar leik enn betur, þá munu gæðin okkar aukast enn meira,“ sagði De Bruyne að lokum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira
Þrjár af þessum fimm stoðsendingum Belgans hafa verið á Haaland og eins og kannski flestir bjuggust við þá er Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland blanda sem bara virkar. Eins og pylsa og kók eða Malt og Appelsín. De Bruyne 🅰️Haaland ⚽️Get used to this, get VERY used to it 🔥 pic.twitter.com/ptIcTu2ZXd— 433 (@433) September 6, 2022 Eftir sigurinn gegn Sevilla í gær ræddi miðjumaðurinn einmitt um þessa tengingu þeirra félaga og sagði að hann gæti alltaf treyst á það að nýi liðsfélaginn sinn væri mættur til að taka við sendingum hans. „Ég reyni bara að vinna mína vinnu. Taka réttu hlaupin og reyni að búa til eins mörg færi og ég get og ég veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur. Eins og staðan er núna þá er hann að skora mikið af mörkum og það hjálpar okkur að vinna leiki,“ sagði De Bruyne eftir sigurinn. Eins og áhugafólk um enska knattspyrnu veit þá var Haaland keyptur til City fyrir um 60 milljónir evra fyrr í sumar. Einhverjir reyndu að vera sniðugir og spáðu því að einn besti framherji heims síðustu ár ætti eftir að þurfa tíma til að aðlagast fótboltanum hjá City, en hann hefur heldur betur afsannað það og skorað 12 mörk í sjö leikjum í öllum keppnum. „Mér finnst hann hafa aðlagast okkar bolta mjög vel, en ég held að ef við horfum framhjá markaskorun þá sé annar hluti leiksins sem er kannski erfiðara að aðlagast,“ sagði De Bruyne um liðsfélaga sinn. „Mér finnst það spennandi. Ef hann nær að aðlagast okkar leik enn betur, þá munu gæðin okkar aukast enn meira,“ sagði De Bruyne að lokum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira