Þrír þjálfarar efstir á lista Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 11:00 Zidane er á meðal þriggja þjálfara sem eru efstir á óskalista Chelsea. Denis Thaust/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Þrír kostir eru sagði heilla forráðamenn Chelsea mest þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. Thomas Tuchel var rekinn frá félaginu í morgun. Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil. Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil.
Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira