Erlent

Seinni á­rásar­maðurinn í haldi lög­reglu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mennirnir sem liggja undir grun.
Mennirnir sem liggja undir grun. LÖGREGLAN Í SASKATCHEWAN

Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað.

Damien Sanderson og Myles Sanderson eru sagðir hafa banað tíu og sært átján í röð stunguárása nú á dögunum. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon í Saskatchewan héraði í Kanada. Lík Damien er sagt hafa fundist í James Smith Cree samfélaginu.

Stunguárásirnar eru sagðar hafa átt sér stað klukkan 05:40 á staðartíma þann 4. September síðastliðinn og bárust lögreglu þá tilkynningar vegna árása frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu.

Samkvæmt ABC hefur lögreglan í Saskatchewan nú handsamað Myles. Hann á langan sakaferil að baki og hafði verið dæmdur 59 sinnum á rúumlega tveimur áratugum.


Tengdar fréttir

Segir brýnt að á­rásar­mennirnir verði sóttir til saka

Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 

Annar á­rásar­mannanna fannst látinn

Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn.

Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum

Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri.

Kanadíska á­rásar­mannsins enn leitað

Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×