Hasar og dramatík í Madríd | Tvenna Richarlison kláraði Marseille Atli Arason skrifar 7. september 2022 21:15 Richarlison öðru marki sínu í Meistaradeildinni. Getty Images Fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu er formlega lokið. Atletico Madrid vann hádramatískan 2-1 sigur á Porto, Tottenham vann tveggja marka sigur á Marseille á meðan Club Brugge vann Bayer Leverkusen óvænt, 1-0. Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira