Simeone er 27 ára gamall en þegar hann var 13 ára þá fékk hann sér húðflúr með einkennismerki Meistaradeildarinnar á vinstri höndina. Foreldrar Simone voru alls ekki ánægð með gjörning stráksins sem lofaði því þó að hann myndi fagna með því að kyssa húðflúrið þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni.
Pabbi Giovanni Simeone er Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid.
Simeone kom inn á völlinn í kvöld fyrir Victor Osimhen á 41. mínútu og skoraði þriðja mark Napoli á 44. mínútu. Simeone fagnaði vissulega með því að smella koss á húðflúrið og brást síðar í grát.
„Mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Í dag fékk ég tækifærið og nýtti mér það til fulls,“ sagði Simone eftir leikinn.
Simeone er á lánssamningi hjá Napoli frá Verona út yfirstandandi keppnistímabil.
A man of his word, @simeonegiovanni pic.twitter.com/RRRjnsbZ9j
— Sid Lowe (@sidlowe) September 7, 2022
When Giovanni Simeone was 13 he got the UCL logo tattooed on his arm, much to the anger and dismay of his parents. His excuse? Promising that he would kiss it when he scores in the competition.
— ESPN FC (@ESPNFC) September 7, 2022
Tonight, on his UCL debut, he scored against Liverpool and kissed the tattoo 💙 pic.twitter.com/rOrtoIvQXS