Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2022 08:46 Mynd: West Ranga river Iceland FB Maðkveiðihófst í byrjun september í Ytri Rangá og það var alveg vitað að veiðin yrði rosaleg því það er mikið af laxi í ánni. Það er búin að vera mikil veiði eftir að maðkurinn fór niður og þessi mokveiði í Ytri Rangá er búin að koma henni upp yfir 4.000 laxa, nánar tiltekið var veiðin komin í 4.037 laxa í gærkvöldi. Það er ennþá lax að ganga og lúsugir laxar að veiðast á Borg og á neðstu veiðistöðunum á aðalsvæðinu og víðar. Það er alveg ljóst að áin verður líklega komin yfir 5.000 laxa í þessum mánuði og líklega nokkuð vel yfir það. Það er veitt í Ytri Rangá fram til loka október og eftir 21. september er hægt að komast í staka daga og það eru margir veiðimenn sem nýta sér það. Haustveiðin í ánni getur verið feykna góð ef það verður ekki of kalt og það sem meira er að á þeim árstíma, þá sérstaklega á neðri hlutanum af ánni fer stóri sjóbirtingurinn að sýna sig. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði
Það er búin að vera mikil veiði eftir að maðkurinn fór niður og þessi mokveiði í Ytri Rangá er búin að koma henni upp yfir 4.000 laxa, nánar tiltekið var veiðin komin í 4.037 laxa í gærkvöldi. Það er ennþá lax að ganga og lúsugir laxar að veiðast á Borg og á neðstu veiðistöðunum á aðalsvæðinu og víðar. Það er alveg ljóst að áin verður líklega komin yfir 5.000 laxa í þessum mánuði og líklega nokkuð vel yfir það. Það er veitt í Ytri Rangá fram til loka október og eftir 21. september er hægt að komast í staka daga og það eru margir veiðimenn sem nýta sér það. Haustveiðin í ánni getur verið feykna góð ef það verður ekki of kalt og það sem meira er að á þeim árstíma, þá sérstaklega á neðri hlutanum af ánni fer stóri sjóbirtingurinn að sýna sig.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði