Vaktin: Syrgir móður sína ásamt heimsbyggðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2022 07:15 Fylgst með ávarpi konungs. AP/John Walton Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar England Skotland Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira