„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 15:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir sneri aftur í íslenska landsliðshópinn fyrir síðasta verkefni og var því í Hollandi á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland varð að sætta sig við sárgrætilegt tap gegn heimakonum. Stöð 2 Sport Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira