Formaður danska Íhaldsflokksins uppvís að ítrekuðum ósannindum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. september 2022 14:31 Søren Pape Poulsen ásamt eiginmanni sínum Josue Medina Vasquez Poulsen. Ole Jensen/GettyImages Formaður og forsætisráðherraefni danska Íhaldsflokksins hefur verið staðinn að ítrekuðum ósannindum um eiginmann sinn. Hann viðurkennir ósannindin og lofar því að segja satt í framtíðinni. Forsætisráðherra efni íhaldsmanna Søren Pape Poulsen hefur verið formaður danska Íhaldsflokksins í 8 ár, síðan 2014. Hann var dómsmálaráðherra frá 2016 til 2019 og hann er forsætisráðherraefni flokksins í þingkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Það sem meira er, Íhaldsmenn eru bjartsýnir á að koma höndum sínum yfir forsætisráðherrastólinn að nýju á næsta ári, en íhaldsmaður hefur ekki gegnt því embætti í Danmörku síðan Poul Schlüter lét af embætti fyrir hartnær 30 árum, árið 1993. Sagði eiginmann sinn vera frænda forsetans En nú er komið babb í bátinn. Søren Pape hefur nefnilega verið staðinn að ítrekuðum lygum á opinberum vettvangi. Eiginmaður Sørens er frá Dóminíska lýðveldinu og þegar þeir kynntust og komu fyrst fram opinberlega, árið 2014, þá hélt Søren því fram staffírugur og rogginn að verðandi maki hans væri frændi þáverandi forseta Dóminíska lýðveldisins, Danilo Medina. Fyrir tveimur árum stýrði Søren fundi með leiðtogum gyðingasamfélagsins í Danmörku þar sem umræðuefnið var vaxandi gyðingahatur og hvernig bæri að bregðast við því. Søren hóf fundinn á því að segja að málið stæði honum afar nærri, því eiginmaður hans væri gyðingur. Og það sem meira væri, hann hefði sótt guðsþjónustur gyðinga vikulega frá blautu barnsbeini með fjölskyldu sinni í heimalandi sínu. Flett ofan af Søren Danska dagblaðið Ekstra Bladet hefur nú upplýst að þetta er allt saman haugalygi. Eiginmaðurinn, Josue Medina Vasquez Poulsen, er uppalinn í söfnuði Sjöunda dags aðventista, sem foreldrar hans stofnuðu, og fjarri því að vera gyðingur. Þá er hann með öllu óskyldur fyrrverandi forseta landsins. Fyrir fjórum árum fór Søren Pape í frí með eiginmanni sínum til Dóminíska lýðveldisins. Hann gegndi þá embætti dómsmálaráðherra. Í fríinu fundaði hann með forseta landsins, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og það voru birtar myndir af honum í þarlendum dagblöðum með ráðherrunum, ásamt manni sem var titlaður aðstoðaríþróttamálaráðherra Danmerkur. Embætti sem er ekki til, enda er maðurinn bara vinur Sørens. Søren var með öllu óheimilt að funda með þessum mönnum, þar sem hann ferðaðist í einkaerindum og fóru fundirnir fram án vitneskju danskra stjórnvalda. Biðst afsökunar en kennir eiginmanninum um Søren baðst afsökunar á þessu öllu í gær í yfirlýsingu sem hann setti á Facebook. Hann kennir eiginmanni sínum um að hafa sagt sér ósatt og biðst afsökunar á fundunum með ráðamönnum Dóminíska lýðveldisins. Og hann lofar því að segja ekki ósatt í framtíðinni. Viðbrögðin hafa verið hörð, mjög margir segja honum til syndanna á Facebook og danskir fréttaskýrendur telja að möguleikar hans á að verða forsætisráðherra landsins hafi dvínað verulega. Óhreint mjöl í pokahorninu þegar hann var borgarstjóri Dönsk dagblöð hafa í tengslum við þessar uppljóstranir rifjað upp eitt og annað frá þeim tíma þegar Søren var borgarstjóri í Viborg á Jótlandi. Þá bauð hann m.a. verðandi eiginmanni sínum út að borða og lét sveitarfélagið borga reikninginn. Þegar upp komst, þá greiddi hann reikninginn úr eigin vasa, orðalaust. Þá gerði Ríkisendurskoðun Danmerkur alvarlega athugasemd við samning sem sveitarfélagið gerði við fótboltafélagið Viborg. Klúbburinn keypti réttinn til að kalla fótboltaleikvang bæjarins „Viborg leikvangurinn“ og greiddi fyrir það 50.000 danskar krónur á ári í fimm ár. Ári síðar keypti sveitarfélagið svo nafnaréttinn af Viborg fótboltafélaginu fyrir 3 milljónir króna. Ríkisendurskoðun telur þetta vera lóðrétta peningagjöf til félagsins sem sé ólöglegt með öllu. Málið hafði engar pólitískar afleiðingar fyrir Søren Pape Poulsen. Danmörk Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Forsætisráðherra efni íhaldsmanna Søren Pape Poulsen hefur verið formaður danska Íhaldsflokksins í 8 ár, síðan 2014. Hann var dómsmálaráðherra frá 2016 til 2019 og hann er forsætisráðherraefni flokksins í þingkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Það sem meira er, Íhaldsmenn eru bjartsýnir á að koma höndum sínum yfir forsætisráðherrastólinn að nýju á næsta ári, en íhaldsmaður hefur ekki gegnt því embætti í Danmörku síðan Poul Schlüter lét af embætti fyrir hartnær 30 árum, árið 1993. Sagði eiginmann sinn vera frænda forsetans En nú er komið babb í bátinn. Søren Pape hefur nefnilega verið staðinn að ítrekuðum lygum á opinberum vettvangi. Eiginmaður Sørens er frá Dóminíska lýðveldinu og þegar þeir kynntust og komu fyrst fram opinberlega, árið 2014, þá hélt Søren því fram staffírugur og rogginn að verðandi maki hans væri frændi þáverandi forseta Dóminíska lýðveldisins, Danilo Medina. Fyrir tveimur árum stýrði Søren fundi með leiðtogum gyðingasamfélagsins í Danmörku þar sem umræðuefnið var vaxandi gyðingahatur og hvernig bæri að bregðast við því. Søren hóf fundinn á því að segja að málið stæði honum afar nærri, því eiginmaður hans væri gyðingur. Og það sem meira væri, hann hefði sótt guðsþjónustur gyðinga vikulega frá blautu barnsbeini með fjölskyldu sinni í heimalandi sínu. Flett ofan af Søren Danska dagblaðið Ekstra Bladet hefur nú upplýst að þetta er allt saman haugalygi. Eiginmaðurinn, Josue Medina Vasquez Poulsen, er uppalinn í söfnuði Sjöunda dags aðventista, sem foreldrar hans stofnuðu, og fjarri því að vera gyðingur. Þá er hann með öllu óskyldur fyrrverandi forseta landsins. Fyrir fjórum árum fór Søren Pape í frí með eiginmanni sínum til Dóminíska lýðveldisins. Hann gegndi þá embætti dómsmálaráðherra. Í fríinu fundaði hann með forseta landsins, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og það voru birtar myndir af honum í þarlendum dagblöðum með ráðherrunum, ásamt manni sem var titlaður aðstoðaríþróttamálaráðherra Danmerkur. Embætti sem er ekki til, enda er maðurinn bara vinur Sørens. Søren var með öllu óheimilt að funda með þessum mönnum, þar sem hann ferðaðist í einkaerindum og fóru fundirnir fram án vitneskju danskra stjórnvalda. Biðst afsökunar en kennir eiginmanninum um Søren baðst afsökunar á þessu öllu í gær í yfirlýsingu sem hann setti á Facebook. Hann kennir eiginmanni sínum um að hafa sagt sér ósatt og biðst afsökunar á fundunum með ráðamönnum Dóminíska lýðveldisins. Og hann lofar því að segja ekki ósatt í framtíðinni. Viðbrögðin hafa verið hörð, mjög margir segja honum til syndanna á Facebook og danskir fréttaskýrendur telja að möguleikar hans á að verða forsætisráðherra landsins hafi dvínað verulega. Óhreint mjöl í pokahorninu þegar hann var borgarstjóri Dönsk dagblöð hafa í tengslum við þessar uppljóstranir rifjað upp eitt og annað frá þeim tíma þegar Søren var borgarstjóri í Viborg á Jótlandi. Þá bauð hann m.a. verðandi eiginmanni sínum út að borða og lét sveitarfélagið borga reikninginn. Þegar upp komst, þá greiddi hann reikninginn úr eigin vasa, orðalaust. Þá gerði Ríkisendurskoðun Danmerkur alvarlega athugasemd við samning sem sveitarfélagið gerði við fótboltafélagið Viborg. Klúbburinn keypti réttinn til að kalla fótboltaleikvang bæjarins „Viborg leikvangurinn“ og greiddi fyrir það 50.000 danskar krónur á ári í fimm ár. Ári síðar keypti sveitarfélagið svo nafnaréttinn af Viborg fótboltafélaginu fyrir 3 milljónir króna. Ríkisendurskoðun telur þetta vera lóðrétta peningagjöf til félagsins sem sé ólöglegt með öllu. Málið hafði engar pólitískar afleiðingar fyrir Søren Pape Poulsen.
Danmörk Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira