Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. september 2022 14:30 Marijan Murat/GettyImages Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu. Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu.
Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira