Heimir, sem er farsælasti þjálfarinn í íslenskum fótbolta, kom óvænt inn í þjálfarateymi ÍBV fyrr í sumar og hefur aðstoðað Hermann Hreiðarsson við að stýra Eyjamönnum í sumar.
Í síðasta leik ÍBV gegn Víking var Heimir sérstaklega áberandi á hliðarlínunni þar sem Hermann tók út leikbann en Heimir var svo ekki á leikskýrslu í leiknum gegn Fram í dag.
Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar á Stöð 2 Sport, greindi frá því í þætti sínum í kvöld að hann hefði heimildir fyrir því að Heimir væri staddur erlendis og ætti þar í viðræðum við ónefnt félag um að taka við þjálfarastöðu.
Heimir stýrði síðast Al Arabi í Katar en hætti með liðið um mitt ár 2021 og hefur reglulega verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Val síðan.