„Gamaldags skattahækkun“ Snorri Másson skrifar 12. september 2022 22:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýnir áform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum. Hann segir að reikna megi að verð á rafbílum hækki um 600.000 krónur til milljónar á bifreið á næsta ári. Fjármálaráðherra lýsti því í morgun að á síðasta áratugi hafi meðalgjöld sem íslenskir bifreiðaeigendur greiða til ríkisins lækkað jafnt og þétt. Það eru hinir álögulausu rafbílar sem hafa verið að draga meðaltalið niður og nú þarf að rífa það aftur upp að mati stjórnvalda. Og þar sem svo mikill árangur hefur þegar náðst í að rafvæða bílaflotann, er nú að mati ráðherra tímabært að jafna metin. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir breytingar á bifreiðagjöldum í nýju fjárlagafrumvarpi.Vísir/Arnar „Þetta er bara gamaldags skattahækkun,“ segir Runólfur. „Það er bara verið að leggja nýjar álögur á fólk í gegnum ökutækin og bifreiðanotkun. Þannig að þetta verður bara ákveðinn farartálmi og ég held að menn hafi ekki reiknað til enda hvaða áhrif þetta hefur. Þannig að ég held því miður að þessar hugmyndir séu bara illa ígrundaðar og þær bara standast illa skoðun.“ Stjórnvöld sjá fyrir sér að geta aflað tæpra fimm milljarða króna á næsta ári með því að hækka þessi gjöld og í sumum tilvikum segir Runólfur að vörugjaldið geti hækkað um 15%. Ofan á það koma væntanlegir vegtollar. „Þannig að þessar hækkanir sem Bjarni boðar koma ofan á þeim hækkunum sem boðaðar eru í gegnum vegtolla. Ég veit ekki hvort menn séu að gera þetta með réttu hugarfari að vera að fara inn í til dæmis kjarasamninga. Svona hækkanir bitna verst á þeim sem minna hafa á milli handanna,“ segir Runólfur. Úr kynningu ráðuneytisins.Skjáskot Bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04 Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fjármálaráðherra lýsti því í morgun að á síðasta áratugi hafi meðalgjöld sem íslenskir bifreiðaeigendur greiða til ríkisins lækkað jafnt og þétt. Það eru hinir álögulausu rafbílar sem hafa verið að draga meðaltalið niður og nú þarf að rífa það aftur upp að mati stjórnvalda. Og þar sem svo mikill árangur hefur þegar náðst í að rafvæða bílaflotann, er nú að mati ráðherra tímabært að jafna metin. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir breytingar á bifreiðagjöldum í nýju fjárlagafrumvarpi.Vísir/Arnar „Þetta er bara gamaldags skattahækkun,“ segir Runólfur. „Það er bara verið að leggja nýjar álögur á fólk í gegnum ökutækin og bifreiðanotkun. Þannig að þetta verður bara ákveðinn farartálmi og ég held að menn hafi ekki reiknað til enda hvaða áhrif þetta hefur. Þannig að ég held því miður að þessar hugmyndir séu bara illa ígrundaðar og þær bara standast illa skoðun.“ Stjórnvöld sjá fyrir sér að geta aflað tæpra fimm milljarða króna á næsta ári með því að hækka þessi gjöld og í sumum tilvikum segir Runólfur að vörugjaldið geti hækkað um 15%. Ofan á það koma væntanlegir vegtollar. „Þannig að þessar hækkanir sem Bjarni boðar koma ofan á þeim hækkunum sem boðaðar eru í gegnum vegtolla. Ég veit ekki hvort menn séu að gera þetta með réttu hugarfari að vera að fara inn í til dæmis kjarasamninga. Svona hækkanir bitna verst á þeim sem minna hafa á milli handanna,“ segir Runólfur. Úr kynningu ráðuneytisins.Skjáskot
Bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04 Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26
Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21
Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09