Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2022 20:30 Þeir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður hjá sama embætti vara fólk við að hlaða rafhjól inni hjá sér. Sífellt fleiri eldsvoðar verða slíkra hjóla. Vísir/Egill Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. Altjón varð í bruna í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í íbúð og eldurinn náði að breiðast út á örskömmum tíma. Á Youtube er að finna myndbönd þar sem eftirlitsmyndavélar ná því þegar kviknar í rafmagnshjólum og rafhlaðan springur. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að minnsta kosti farið í fjögur útköll síðasta mánuðinn eftir að kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli. Það er svipuð þróun og hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur orðið aukning hjá okkur á tilfellum þar sem eldsvoðar verða eftir að það kviknar í rafmagnshlaupahjóli. Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, “ segir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig dæmi um eldsvoða eftir að það kviknaði í út frá rafmagnsreiðhjóli. „Þetta getur verið einhver bilun í hjólum eða fólk kannski ekki að hlaða þau á réttum stöðum. En við sjáum þessa fjölgun á brunum af völdum lítilla rafmagnsfarartækja,“ segir hann. Vara fólk við að hafa rafmagnsfarartæki inni hjá sér Þeir ráða fólki frá því að geyma og hlaða rafmagnsfarartæki inni í íbúðum. „Það getur orðið gríðarlegt tjón ef það kviknar í svona hjóli inni hjá fólki. Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti,“ segir Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður. Þeir benda líka á að slysum af völdum rafmagnshlaupahjóla fari fjölgandi. „Hraði fólks á þessum hjólum eykst sífellt og slysin verða þá alvarlegri. Við þurfum að læra betur að umgangast þessa nýju fararskjóta. Hvernig við ætlum að nota þá og hvar við getum hlaðið þá,“ segir Sverrir að lokum. Slökkvilið Slysavarnir Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Sjá meira
Altjón varð í bruna í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í íbúð og eldurinn náði að breiðast út á örskömmum tíma. Á Youtube er að finna myndbönd þar sem eftirlitsmyndavélar ná því þegar kviknar í rafmagnshjólum og rafhlaðan springur. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að minnsta kosti farið í fjögur útköll síðasta mánuðinn eftir að kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli. Það er svipuð þróun og hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur orðið aukning hjá okkur á tilfellum þar sem eldsvoðar verða eftir að það kviknar í rafmagnshlaupahjóli. Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, “ segir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig dæmi um eldsvoða eftir að það kviknaði í út frá rafmagnsreiðhjóli. „Þetta getur verið einhver bilun í hjólum eða fólk kannski ekki að hlaða þau á réttum stöðum. En við sjáum þessa fjölgun á brunum af völdum lítilla rafmagnsfarartækja,“ segir hann. Vara fólk við að hafa rafmagnsfarartæki inni hjá sér Þeir ráða fólki frá því að geyma og hlaða rafmagnsfarartæki inni í íbúðum. „Það getur orðið gríðarlegt tjón ef það kviknar í svona hjóli inni hjá fólki. Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti,“ segir Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður. Þeir benda líka á að slysum af völdum rafmagnshlaupahjóla fari fjölgandi. „Hraði fólks á þessum hjólum eykst sífellt og slysin verða þá alvarlegri. Við þurfum að læra betur að umgangast þessa nýju fararskjóta. Hvernig við ætlum að nota þá og hvar við getum hlaðið þá,“ segir Sverrir að lokum.
Slökkvilið Slysavarnir Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Sjá meira
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05
Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30