Veður

Snýst í norð­læga átt

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með smávætu norðan- og austanlands í dag.
Reikna má með smávætu norðan- og austanlands í dag. Vísir/Tryggvi Páll

Veðurstofan spáir að það snúist í norðlæga átt með þremur til tíu metrum á sekúndu. Reikna má með smávætu norðan- og austanlands í dag, en léttir smám saman til syðra.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu sex til fjórtán stig, þar sem hlýjast verður syðst. Það bætir svo aðeins í vind í kvöld.

„Fremur hæg norðanátt á morgun, en strekkingur austast í fyrstu. Dálítil væta á Norðausturlandi, annars bjart með köflum en líkur á stöku skúrum suðaustanlands síðdegis. Hiti 4 til 12 stig, mildast sunnantil.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s, en norðvestan 8-13 austantil fram eftir degi. Bjart með köflum á Suður- og Vesturlandi, en dálítil væta norðaustanlands. Hiti 4 til 12 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 5 til 11 stig.

Á föstudag: Suðvestan 5-10, skýjað og dálítil súld vestast. Hiti 6 til 12 stig.

Á laugardag: Austlæg átt, skýjað og sums staðar dálítil væta. Hiti 4 til 12 stig, mildast á Suður- og Vesturlandi.

Á sunnudag og mánudag: Sunnanátt og súld eða rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×