Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2022 12:33 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sendi fyrirspurn um aðfarargerðir í forsjármálum á þrjá ráðherra og gagnrýnir svaraleysi barnamálaráðherra. visir/vilhelm Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum. Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“ Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“
Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira