Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 23:31 Kista Elísabetar verður í Buckingham-höll í nótt. Wiktor Szymanowicz/Anadolu Agency via Getty Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020. Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði. Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði.
Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira