„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2022 14:28 Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. Hið tímabundna fjárfestingarátak í kvimyndagerð var liður í áætlun stjórnvalda til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir fjárfestingarátakið hafa verið mikla lyftistöng fyrir greinina. Hún hafi aftur á móti átt von á að það myndi vara lengur. „Gerð kvikmynda er mjög flókin, hvert verkefni tekur langan tíma þannig að við þurfum alltaf að hafa ákveðinn fyrirsjáanleika, eða greinin, en þetta er frumvarp og við sjáum hvernig fer.“ Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir rúmum milljarði til Kvikmyndasjóðs á næsta ári og 101 milljón til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þannig er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar upp á rúmar 50 milljónir kr. Laufey segir þessi áform, eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi, aðeins þýða eitt. „Í rauninn þá erum við komin aftur til þess sem var árið2019. En til dæmis fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað þá er þetta í rauninni unnið mjög langt fram í tímann, hvert verkefni. Fjármögnun og slíkt tekur langan tíma en þá þarf í rauninni að skrúfa aðeins til baka og slá ýmsu á frest, bara eins og gengur og gerist þegar það er niðurskurður. Það verða bara færri verkefni og mögulega með minni stuðningi en við vitum það ekki. Það er bara útfærsluatriði,“ segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. 7. september 2022 09:04 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Hið tímabundna fjárfestingarátak í kvimyndagerð var liður í áætlun stjórnvalda til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir fjárfestingarátakið hafa verið mikla lyftistöng fyrir greinina. Hún hafi aftur á móti átt von á að það myndi vara lengur. „Gerð kvikmynda er mjög flókin, hvert verkefni tekur langan tíma þannig að við þurfum alltaf að hafa ákveðinn fyrirsjáanleika, eða greinin, en þetta er frumvarp og við sjáum hvernig fer.“ Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir rúmum milljarði til Kvikmyndasjóðs á næsta ári og 101 milljón til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þannig er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar upp á rúmar 50 milljónir kr. Laufey segir þessi áform, eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi, aðeins þýða eitt. „Í rauninn þá erum við komin aftur til þess sem var árið2019. En til dæmis fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað þá er þetta í rauninni unnið mjög langt fram í tímann, hvert verkefni. Fjármögnun og slíkt tekur langan tíma en þá þarf í rauninni að skrúfa aðeins til baka og slá ýmsu á frest, bara eins og gengur og gerist þegar það er niðurskurður. Það verða bara færri verkefni og mögulega með minni stuðningi en við vitum það ekki. Það er bara útfærsluatriði,“ segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. 7. september 2022 09:04 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59
Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. 7. september 2022 09:04