Veður

Víða ró­leg­heita­veður með tals­verðu sól­skini

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan spáir fremur hægri breytilegri átt og víða léttskýjuðu veðri.
Veðurstofan spáir fremur hægri breytilegri átt og víða léttskýjuðu veðri. Vísir/Vilhelm

Vaxandi hæðarhryggur er nú yfir landinu sem er uppskrift að rólegheitaveðri með talsverðu sólskini. Má þannig reikna með hita á bilinu fjögur til tólf stigum.

Veðurstofan spáir fremur hægri breytilegri átt og víða léttskýjuðu veðri, en að líkur séu á þokulofti við norðurströndina.

„Þykknar upp í kvöld og nótt og á morgun er orðið skýjað víða um land og sums staðar lítilsháttar væta, en áfram bjart suðaustantil. Hlýnar heldur í veðri. Helgarveðrið virðir ætla að verða átakalítið fram á sunnudagskvöld, þegar lægðardrag nálgast með suðaustankalda og rigningu syðst og vestast,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum, en skýjað og úrkomulítið vestanlands. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðaustantil.

Á laugardag: Austlæg átt, 3-10 m/s og skýjað, en þurrt að mestu. Hiti 4 til 12 stig, mildast suðvestantil.

Á sunnudag: Suðaustan 8-15 m/s og lítilsháttar væta sunnan- og vestantil, en hægara og þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 13 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og milt í veðri. Rigning með köflum, einkum um landið sunnan- og vestanvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×