Upplýsingum af lokuðum fundi lekið í opinn hóp á Facebook Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 14:56 Hjördís Ýr Johnson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Kópavogs um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða. Hún segir orð hennar hafa orðið að umfjöllunarefni á Facebook og að þau hafi verið algjörlega slitin úr samhengi. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar. Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar.
Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira