Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 07:01 Flug Icelandair var að koma frá München í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39