„Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. september 2022 21:45 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var eðlilega súr og svekktur eftir eins marks tap gegn Selfyssingum, 28-27, í Olís-deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. „Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum. Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum.
Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53