Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2022 07:01 Viðureignin sem byrjaði þetta allt. Crystal Fuller/Saint Louis Chess Club Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. Í grunninn snýst málið um að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og án efa einn besti skákmaður síðari ára og mögulega allra tíma, tapaði nokkuð óvænt fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu. Fyrir viðureign þeirra félaga hafði Carlsen ekki verið sigraður í 53 viðureignum í röð. Heimsmeistarinn dró sig í kjölfarið úr keppni og gaf þar með mögulega frá sér fúlgur fjár. Síðan birti Carlsen færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann gaf til kynna að brögð væru í tafli. Niemann hafði áður gerst sekur um svindl og því fór annars rólegur skákheimur á hliðina. Eftir sigurinn á Carlsen, og umræðuna sem fylgdi, fór Niemann í viðtal þar sem hann opnaði sig upp á gátt varðandi vinnuna sem hann hefur lagt á sig til að verða betri skákmaður. Talaði hann um mistökin sem hann gerði aðeins tólf og sextán ára gamall en það var þá var hann staðinn að svindli. Eftir viðtalið tóku mörg afstöðu með Niemann og töldu að ef til vill væri Carlsen bara bitur yfir að hafa tapað gegn skákmanni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Málinu er þó hvergi nærri lokið og hefur nú tekið gríðarlega óvænta stefnu. Nýjasta útspil þeirra sem telja Niemann hafa svindlað á uppruna sinn á veraldarvefnum og er lygilegt svo ekki sé meira sagt. Það fékk þó byr undir báða vængi þegar Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX ákvað að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Orðrómurinn er sá að Niemann hafi verið með aðstoðarmann á sínum snærum sem hafi haft aðgang að sérstöku skákforriti sem segir til um hver sé besti leikurinn hverju sinni. Til að koma skilaboðum áleiðis til Niemann hafi hann sent dulkóðuð, titrandi, skilaboð í svokallaðar endaþarms-kúlur (e. anal beads) sem Niemann hafði sett upp í afturenda sinn á meðan skákin fór fram. Sem sagt: Aðstoðarmaðurinn sá hvað væri best að gera og sendi skilaboð. Kúlurnar titruðu og Niemann lék þann leik - færði þann taflmann - sem gaf honum mestar líkur á sigri. When Hans Niemann beat Magnus Carlsen, the world chess champion, on Sept. 4, he ended Carlsen s 53-game unbeaten streak. He also set into motion a debacle that has turned into one of the biggest chess scandals in years. https://t.co/N25rKKFGQQ— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Eðlilega hefur Niemann neitað þessum ásökunum. Hann segist vera til í að gera hvað sem er til að sanna að hann sé ekki að svindla. „Ef þeir vilja að ég klæðist spjörunum úr þá mun ég gera það. Mér er alveg sama af því ég veit að ég er saklaus. Ef ég þarf að tefla í lokuðum kassa án rafmagns þá get ég gert það, mér er alveg sama. Ég er hér til að vinna og það er eina markmið mitt,“ var svar Niemann við téðum orðrómum. Ef til vill hefði enginn tekið orðrómana alvarlega nema af því Musk tók undir þá. Hann virðist hafa séð að sér og eytt því sem hann setti inn á Twitter en veraldarvefurinn gleymir engu og það náðist skjáskot af tístinu áður en því var eytt. Tístið umrædda.Twitter@elonmusk Í kjölfar umræðunnar um mögulegt svindl Niemann tjáði Hikaru Nakamura sig um málið en hann er virtur skákmaður. Nakamura telur engar líkur á að Carlsen hafi hætt keppni á Sinquefield-mótinu nema hann hafi verið fullviss um að Niemann væri að svindla. Táningurinn Niemann hefur ásakað Nakamura og aðra um að reyna skemma feril sinn. „Það hlýtur að vera vandræðalegt fyrir heimsmeistarann að tapa gegn hálfvita eins og mér. Ég vorkenni honum,“ sagði Niemann í viðtali skömmu eftir að hafa sigrað Carlsen. Á laugardaginn var gaf Chris Bird, einn af dómurum Sinquefield-mótsins, út yfirlýsingu þess efnis að ekkert benti til þess að það væri maðkur í mysunni. Aðspurður hvort Niemann yrði boðið aftur í St. Louis skákklúbbinn þar sem mótið fer fram, sagði Bird svo vera og að táningurinn hefði þegar samþykkt að taka þátt í haustmóti klúbbsins og væri skráður til leiks. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Í grunninn snýst málið um að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og án efa einn besti skákmaður síðari ára og mögulega allra tíma, tapaði nokkuð óvænt fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu. Fyrir viðureign þeirra félaga hafði Carlsen ekki verið sigraður í 53 viðureignum í röð. Heimsmeistarinn dró sig í kjölfarið úr keppni og gaf þar með mögulega frá sér fúlgur fjár. Síðan birti Carlsen færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann gaf til kynna að brögð væru í tafli. Niemann hafði áður gerst sekur um svindl og því fór annars rólegur skákheimur á hliðina. Eftir sigurinn á Carlsen, og umræðuna sem fylgdi, fór Niemann í viðtal þar sem hann opnaði sig upp á gátt varðandi vinnuna sem hann hefur lagt á sig til að verða betri skákmaður. Talaði hann um mistökin sem hann gerði aðeins tólf og sextán ára gamall en það var þá var hann staðinn að svindli. Eftir viðtalið tóku mörg afstöðu með Niemann og töldu að ef til vill væri Carlsen bara bitur yfir að hafa tapað gegn skákmanni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Málinu er þó hvergi nærri lokið og hefur nú tekið gríðarlega óvænta stefnu. Nýjasta útspil þeirra sem telja Niemann hafa svindlað á uppruna sinn á veraldarvefnum og er lygilegt svo ekki sé meira sagt. Það fékk þó byr undir báða vængi þegar Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX ákvað að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Orðrómurinn er sá að Niemann hafi verið með aðstoðarmann á sínum snærum sem hafi haft aðgang að sérstöku skákforriti sem segir til um hver sé besti leikurinn hverju sinni. Til að koma skilaboðum áleiðis til Niemann hafi hann sent dulkóðuð, titrandi, skilaboð í svokallaðar endaþarms-kúlur (e. anal beads) sem Niemann hafði sett upp í afturenda sinn á meðan skákin fór fram. Sem sagt: Aðstoðarmaðurinn sá hvað væri best að gera og sendi skilaboð. Kúlurnar titruðu og Niemann lék þann leik - færði þann taflmann - sem gaf honum mestar líkur á sigri. When Hans Niemann beat Magnus Carlsen, the world chess champion, on Sept. 4, he ended Carlsen s 53-game unbeaten streak. He also set into motion a debacle that has turned into one of the biggest chess scandals in years. https://t.co/N25rKKFGQQ— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Eðlilega hefur Niemann neitað þessum ásökunum. Hann segist vera til í að gera hvað sem er til að sanna að hann sé ekki að svindla. „Ef þeir vilja að ég klæðist spjörunum úr þá mun ég gera það. Mér er alveg sama af því ég veit að ég er saklaus. Ef ég þarf að tefla í lokuðum kassa án rafmagns þá get ég gert það, mér er alveg sama. Ég er hér til að vinna og það er eina markmið mitt,“ var svar Niemann við téðum orðrómum. Ef til vill hefði enginn tekið orðrómana alvarlega nema af því Musk tók undir þá. Hann virðist hafa séð að sér og eytt því sem hann setti inn á Twitter en veraldarvefurinn gleymir engu og það náðist skjáskot af tístinu áður en því var eytt. Tístið umrædda.Twitter@elonmusk Í kjölfar umræðunnar um mögulegt svindl Niemann tjáði Hikaru Nakamura sig um málið en hann er virtur skákmaður. Nakamura telur engar líkur á að Carlsen hafi hætt keppni á Sinquefield-mótinu nema hann hafi verið fullviss um að Niemann væri að svindla. Táningurinn Niemann hefur ásakað Nakamura og aðra um að reyna skemma feril sinn. „Það hlýtur að vera vandræðalegt fyrir heimsmeistarann að tapa gegn hálfvita eins og mér. Ég vorkenni honum,“ sagði Niemann í viðtali skömmu eftir að hafa sigrað Carlsen. Á laugardaginn var gaf Chris Bird, einn af dómurum Sinquefield-mótsins, út yfirlýsingu þess efnis að ekkert benti til þess að það væri maðkur í mysunni. Aðspurður hvort Niemann yrði boðið aftur í St. Louis skákklúbbinn þar sem mótið fer fram, sagði Bird svo vera og að táningurinn hefði þegar samþykkt að taka þátt í haustmóti klúbbsins og væri skráður til leiks.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira