Telur söluna á Mílu skapa aukna njósnahættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2022 06:58 Björn Leví segir söluna á Mílu til erlendra aðila skapa aukna njósnahættu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir sölu Símans á Mílu til fransks félags skapa njósnahættu. Full ástæða sé til að óttast að erlend njósnastarfsemi muni fylgja sölunni og huga þurfi því betur að öryggismálum. Björn Leví ræðir þetta í Fréttablaðinu í morgun en greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Eftirlitið hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við Ardian um breytt skilyrði á kaupunum en frummat eftirlitsins var það að vistaskiptin og tengdir samningar myndu að óbreyttu hindra virka samkeppni. Í kjölfarið endursamdi Síminn við Ardian sem fól meðal annars í sér að gildistími heildsölusamnings milli Mílu og Símans var styttur úr 20 árum í 17 og kaupverðið lækkaði samtals um 8,5 milljarða og verða því 69,5 milljarðar. Innherji, viðskiptavefur Vísis, fjallaði ítarlega um söluna í gær. Björn Leví bendir á í samtali við Fréttablaðið nýleg tilvik erlendra njósna, þegar Bandaríkin fengu leyfi frá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til, að mati þingmannsins, að vera vakandi um slíka hættu. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmunum.“ Íslenskar eftirlitsstofnanir standi sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaðurinn þannig á Íslandi að það eru settar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“ Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Netöryggi Píratar Tengdar fréttir SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53 Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21 Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Björn Leví ræðir þetta í Fréttablaðinu í morgun en greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Eftirlitið hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við Ardian um breytt skilyrði á kaupunum en frummat eftirlitsins var það að vistaskiptin og tengdir samningar myndu að óbreyttu hindra virka samkeppni. Í kjölfarið endursamdi Síminn við Ardian sem fól meðal annars í sér að gildistími heildsölusamnings milli Mílu og Símans var styttur úr 20 árum í 17 og kaupverðið lækkaði samtals um 8,5 milljarða og verða því 69,5 milljarðar. Innherji, viðskiptavefur Vísis, fjallaði ítarlega um söluna í gær. Björn Leví bendir á í samtali við Fréttablaðið nýleg tilvik erlendra njósna, þegar Bandaríkin fengu leyfi frá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til, að mati þingmannsins, að vera vakandi um slíka hættu. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmunum.“ Íslenskar eftirlitsstofnanir standi sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaðurinn þannig á Íslandi að það eru settar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“
Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Netöryggi Píratar Tengdar fréttir SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53 Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21 Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53
Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21
Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37