Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu fimm til fimmtán stig, hlýjast á Suðausturlandi.
„Hæg austlæg átt og úrkomulítið á morgun, en vaxandi suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands seinnipartinn sunnudags. Suðaustanátt og víða rigning á mánudag, en lengst af þurrt á Norðausturlandi. Milt veður að deginum.“
![](https://www.visir.is/i/21EBC0C7494A9ACA5B9AC176849C0ADD9BDDEE57C1527A469D8A128F24D064E1_713x0.jpg)
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Austlæg átt, 3-10 m/s, skýjað að mestu, en smá skúrir sunnantil. Hiti 4 til 12 stig, mildast suðvestanlands.
Á sunnudag: Suðaustan 8-13 m/s og lítilsháttar væta sunnan- og vestantil, en hvessir heldur og bætir í úrkomum um kvöldið. Hægara og þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 14 stig.
Á mánudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en heldur hægara og þurrt norðan- og austanlands til kvölds. Hiti 9 til 15 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlæg átt og rigning með köflum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. Áfram milt veður.