Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 14:04 Röðin liggur með fram bökkum Thames-árinnar. Ian West/PA Images via Getty Images Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er. Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Kista Elísabetar liggur í Westminster Hall í miðborg Lundúna. Þar hefur almenningi gefist kostur á því að votta henni virðingu sína í aðdraganda jarðarfar hennar á mánudaginn. Röðin liggur eftir bökkum Thames-árinnar í Lundúnum. Hún hefst í Southwark-garðinum og endar við Westminster-höll, þar sem drottningin liggur. Talið er að röðin sé yfir átta kílómetra löng. Verðir athuga að allir í röðinni séu með rétt armbönd á réttum stað.Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Images) Ekki hafa komið upp nein teljandi vandræði í röðinni frá því að hún byrjaði að myndast, tveimur dögum áður en hlið hallarinnar voru opnuð. Röðin er reyndar vel skipulögð. Hver einasti sem kemst í röðina fær armband sem gefur til kynna hvar þeir eru og hvar þeir eiga að vera staddir í röðinni. Hundruð lögreglumanna fylgist með því að enginn stingi sér fram fyrir. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að röðinni enda því gjarnan haldið fram að engin þjóð sé betri í að raða sér í röð heldur en einmitt Bretar. Frétt The Guardian um viðbögð Breta við röðinni ber einmitt yfirfyrirsögnina: „Það Breskasta í heimi.“ Fáir er undanskilnir því að bíða í röðinni líkt og sjá má í eftirfarandi tísti. Þar má sjá engan annan en knattspyrnugoðsögnina David Becham, sem líklega er einn af þekktustu núlifandi Bretum sem til er. David Beckham, queuing to see the queen lying in state (and possibly still hoping for a glimpse at a knighthood) pic.twitter.com/QxWIKoCEXp— Rupert Myers (@RupertMyers) September 16, 2022 Þó hefur þótt umdeilt að þingmönnum hafi verið veitt leyfi til að sleppa við röðina til að votta drottningunni sálugu virðingu sína. Westminster Hall, þar sem drottningin liggur, er opinn allan sólarhringinn þangað til á mánudaginn. Búist er við að biðröðin verði á sínum stað allt til enda. Í frétt CNN segir að líklega sé röðin sú lengsta í sögu Bretlands. Ekkert Guinnes-heimsmet verður þó slegið. Samtökin sem staðfesta þau met segjast ekki halda skrá yfir lengstu raðir sögunnar.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning England Tengdar fréttir Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35 Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56 Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16. september 2022 07:35
Sendiherrann vakinn um miðja nótt Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. 15. september 2022 17:56
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“