„Algjörlega laus við áhrif frá púkanum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. september 2022 17:13 Unnsteinn Manuel gerir hlaðvarp um sína fyrstu sóló plötu Amatör. Unnsteinn Manuel Virk tónlistariðkun Unnsteins Manuels sat aðeins á hakanum í byrjun námsins í kvikmyndaskóla í Berlín. Hann tók því meðvitaða ákvörðun til að bregðast við þessu og sagði hann frá því í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Amatör. „Í fyrsta lagi keypti ég mér gítarstand og kom honum fyrir í stofunni. Í stað þess að hafa gítarinn í tösku inni í vinnuherbergi eða fyrir fjölskyldunni á sófanum í stofunni, þá var ég alltaf með gítarinn við hendina á meðan ég horfði á sjónvarpið.“ Auk þess setti hann upp algjörlega tölvulaust og sjálfbært stúdíó. „Ég keypti hljómborð sem ég gat notað til að forrita allskonar stef og búið til heilu lögin í og tengdi það við nokkra hljóðgervla sem ég tók með mér frá íslandi, svo keypti ég upptökutæki til að festa þessi stef á skrá. Þannig að eftir langan dag fyrir framan tölvuna þá gat ég staðið fyrir framan ljósaflóð af græjum og tökkum, einskonar skemmtara á sterum og leikið mér að því að semja lög út í bláinn.“ Hann keypti sér nýja græju eftir hverja lotu í skólanum. Að spila á þessar græjur var ákveðin hugleiðsla. „Þannig að í gegnum mjög flókið og erfitt nám, þá var þetta mín helsta slökun. Eftir langan dag, að kveikja í skemmtaranum og semja út í bláinn. Ég vissi alveg að ég hefði ekki tíma til að pæla í neinu, þetta væru ekki endilega lög sem ég væri að fara gera eitthvað við og rauða upptökuljósið það rúllaði bara. Stundum ýtti ég á rec og stundum ekki. Og smátt og smátt er það undirmeðvitundin sem tekur við stýrinu, algjörlega laus við áhrif frá púkanum.“ Unnsteinn segir frá laginu Púki í þriðja þættinum af hlaðvarpinu Amatör. Þáttinn má heyra á helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir „Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“ „Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör. 3. september 2022 07:03 Átti hljóðver sem var færiband fyrir vinsælustu tónlistina en gat sjálfur varla klárað eitt lag „Í grunninn veit ég að ég verð að kynna plötuna mína, ég get ekki bara verið tónlistarmaður á fertugsaldri í fílu yfir því að skilja ekki samfélagsmiðla,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson, Hann hefur sett í loftið nýtt hlaðvarp samhliða útgáfu á nýrri plötu. 27. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Í fyrsta lagi keypti ég mér gítarstand og kom honum fyrir í stofunni. Í stað þess að hafa gítarinn í tösku inni í vinnuherbergi eða fyrir fjölskyldunni á sófanum í stofunni, þá var ég alltaf með gítarinn við hendina á meðan ég horfði á sjónvarpið.“ Auk þess setti hann upp algjörlega tölvulaust og sjálfbært stúdíó. „Ég keypti hljómborð sem ég gat notað til að forrita allskonar stef og búið til heilu lögin í og tengdi það við nokkra hljóðgervla sem ég tók með mér frá íslandi, svo keypti ég upptökutæki til að festa þessi stef á skrá. Þannig að eftir langan dag fyrir framan tölvuna þá gat ég staðið fyrir framan ljósaflóð af græjum og tökkum, einskonar skemmtara á sterum og leikið mér að því að semja lög út í bláinn.“ Hann keypti sér nýja græju eftir hverja lotu í skólanum. Að spila á þessar græjur var ákveðin hugleiðsla. „Þannig að í gegnum mjög flókið og erfitt nám, þá var þetta mín helsta slökun. Eftir langan dag, að kveikja í skemmtaranum og semja út í bláinn. Ég vissi alveg að ég hefði ekki tíma til að pæla í neinu, þetta væru ekki endilega lög sem ég væri að fara gera eitthvað við og rauða upptökuljósið það rúllaði bara. Stundum ýtti ég á rec og stundum ekki. Og smátt og smátt er það undirmeðvitundin sem tekur við stýrinu, algjörlega laus við áhrif frá púkanum.“ Unnsteinn segir frá laginu Púki í þriðja þættinum af hlaðvarpinu Amatör. Þáttinn má heyra á helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir „Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“ „Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör. 3. september 2022 07:03 Átti hljóðver sem var færiband fyrir vinsælustu tónlistina en gat sjálfur varla klárað eitt lag „Í grunninn veit ég að ég verð að kynna plötuna mína, ég get ekki bara verið tónlistarmaður á fertugsaldri í fílu yfir því að skilja ekki samfélagsmiðla,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson, Hann hefur sett í loftið nýtt hlaðvarp samhliða útgáfu á nýrri plötu. 27. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“ „Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör. 3. september 2022 07:03
Átti hljóðver sem var færiband fyrir vinsælustu tónlistina en gat sjálfur varla klárað eitt lag „Í grunninn veit ég að ég verð að kynna plötuna mína, ég get ekki bara verið tónlistarmaður á fertugsaldri í fílu yfir því að skilja ekki samfélagsmiðla,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson, Hann hefur sett í loftið nýtt hlaðvarp samhliða útgáfu á nýrri plötu. 27. ágúst 2022 07:01
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“