Best að hafa markmið um sigur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. september 2022 19:11 Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðsglaupsins árið 2022. BAKGARÐSHLAUPIÐ/GUMMI FT Berjast, hafa gaman og taka eitt skref í einu. Þetta voru einkunnarorð Kristjáns Svans Eymundssonar sem sigraði Bakgarðshlaupið að 214 kílómetrum loknum. Hann hafði þá hlaupið samfleytt í um 32 klukkutíma en fyrir hlaup setti hann sér það eina markmið að sigra. „Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“ Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00
Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52
Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti