Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 14:54 Verkamenn hreinsa brak úr hóteli sem varð fyrir sprengjuregni í átökum Rússa og Úkraínu í borginni Kramatosk í Donetsk-héraði. Uppreisnarmenn sem ráða hluta héraðsins ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að gangast Rússlandi formlega á hönd. Vísir/EPA Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. Tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Saporisjía í dag. Þær eiga að hefjast á föstudag og standa yfir fram á þriðjudag í næstu viku. AP-fréttastofan segir að úrslit slíkra atkvæðagreiðslna séu ráðin fyrir fram en að ólíklegt sé að vestræn ríki muni viðurkenna þær. Sambærileg atkvæðagreiðsla var einnig haldin á Krímskaga áður en Rússar innlimuðu hann ólöglega árið 2014. Luhansk og Donetsk eru hluti af Donbas-héraði sem uppreisnarmennirnir hafa stjórnað að hluta frá því árið 2014 og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt allt kapp á að ná alfarið á sitt vald. Innrásarher Rússa hefur aðeins um 60% af Donetsk á sínu valdi og Úkraínuher reynir nú að ná Lúhansk aftur á sitt vald. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og bandamaður Pútín, hvatti til þess að atkvæðagreiðslur af þessu tagi yrðu haldnar á svæðum sem uppreisnarmennirnir stjórna til þess að gera breytingar á landamærum Rússlands og Úkraínu óafturkræfar. Þá gætu stjórnvöld í Kreml ennfremur beitt allra bragða til að verja landsvæðin. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Pútín ætli sér að ávarpa þjóðina síðar í dag, mögulega um innlimun úkraínsku héraðanna en það hefur þó ekki fengist staðfest. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að „falskar þjóðaratkvæðagreiðslur“ ættu ekki eftir að breyta neinu um stöðu átakanna. „Rússland hefur verið og er árásaraðilinn sem hernemur hluta úkraínsks landsvæði ólöglega. Úkraína hefur allan rétt á að frelsa landsvæði sín og mun halda áfram að frelsa þau, sama hvað Rússland segir,“ tísti ráðherrann í dag. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Saporisjía í dag. Þær eiga að hefjast á föstudag og standa yfir fram á þriðjudag í næstu viku. AP-fréttastofan segir að úrslit slíkra atkvæðagreiðslna séu ráðin fyrir fram en að ólíklegt sé að vestræn ríki muni viðurkenna þær. Sambærileg atkvæðagreiðsla var einnig haldin á Krímskaga áður en Rússar innlimuðu hann ólöglega árið 2014. Luhansk og Donetsk eru hluti af Donbas-héraði sem uppreisnarmennirnir hafa stjórnað að hluta frá því árið 2014 og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt allt kapp á að ná alfarið á sitt vald. Innrásarher Rússa hefur aðeins um 60% af Donetsk á sínu valdi og Úkraínuher reynir nú að ná Lúhansk aftur á sitt vald. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og bandamaður Pútín, hvatti til þess að atkvæðagreiðslur af þessu tagi yrðu haldnar á svæðum sem uppreisnarmennirnir stjórna til þess að gera breytingar á landamærum Rússlands og Úkraínu óafturkræfar. Þá gætu stjórnvöld í Kreml ennfremur beitt allra bragða til að verja landsvæðin. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Pútín ætli sér að ávarpa þjóðina síðar í dag, mögulega um innlimun úkraínsku héraðanna en það hefur þó ekki fengist staðfest. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að „falskar þjóðaratkvæðagreiðslur“ ættu ekki eftir að breyta neinu um stöðu átakanna. „Rússland hefur verið og er árásaraðilinn sem hernemur hluta úkraínsks landsvæði ólöglega. Úkraína hefur allan rétt á að frelsa landsvæði sín og mun halda áfram að frelsa þau, sama hvað Rússland segir,“ tísti ráðherrann í dag. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15