Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 21:25 Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hringrásar skar vindmylluna niður í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. Þegar fréttastofa mætti í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra rétt fyrir klukkan tvö í dag var búið að undirbúa fall vindmyllunnar og ráðgert að aðeins kortersvinnu þyrfti til viðbótar til að fella mylluna. Eftir nokkra bið hófst vinnan en verklok frestuðust. Myllan féll ekki til jarðar. Áhorfendur biðu í ofvæni og vonuðust til þess eins að verkið gengi betur en þegar tvíburavindmylla þessarar var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í byrjun árs en það verk tók átta klukkustundir og sex sprengingar. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið það að Landhelgisgæslan hafi viljað æfa sig og prófa sinn búnað og fékk þarna tækifæri til að gera það. Þetta var ágætt hjá okkur, þetta hafðist ágætlega,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar sem sá um niðurrif myllunnar í dag. Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis féll myllan eftir að búið var að skera aðeins meira í hana og tjakka hana upp öðru megin til að hjálpa þyngdaraflinu að koma henni til jarðar. „Svo fór þetta ekki alveg eins og við ætluðum, við vorum búin að skera hana í rétta flóa og annað en vegna ofsalegs vinds hérna þá leitaði hún við að sitja í hælinn. Þannig að við urðum að bregða á það ráð að fá þennan tjakk til að vega upp á móti og þá gekk þetta en við vorum samt ekki nema klukkutíma og tuttugu mínútum of seinir,“ segir Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hrinrásar. Féll myllan alveg eins og þið gerðuð ráð fyrir? „Jájá, og gerði það mjög tignarlega.“ Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorka Tengdar fréttir Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þegar fréttastofa mætti í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra rétt fyrir klukkan tvö í dag var búið að undirbúa fall vindmyllunnar og ráðgert að aðeins kortersvinnu þyrfti til viðbótar til að fella mylluna. Eftir nokkra bið hófst vinnan en verklok frestuðust. Myllan féll ekki til jarðar. Áhorfendur biðu í ofvæni og vonuðust til þess eins að verkið gengi betur en þegar tvíburavindmylla þessarar var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í byrjun árs en það verk tók átta klukkustundir og sex sprengingar. „Ég held það hafi fyrst og fremst verið það að Landhelgisgæslan hafi viljað æfa sig og prófa sinn búnað og fékk þarna tækifæri til að gera það. Þetta var ágætt hjá okkur, þetta hafðist ágætlega,“ segir Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar sem sá um niðurrif myllunnar í dag. Rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis féll myllan eftir að búið var að skera aðeins meira í hana og tjakka hana upp öðru megin til að hjálpa þyngdaraflinu að koma henni til jarðar. „Svo fór þetta ekki alveg eins og við ætluðum, við vorum búin að skera hana í rétta flóa og annað en vegna ofsalegs vinds hérna þá leitaði hún við að sitja í hælinn. Þannig að við urðum að bregða á það ráð að fá þennan tjakk til að vega upp á móti og þá gekk þetta en við vorum samt ekki nema klukkutíma og tuttugu mínútum of seinir,“ segir Ingvar Jóel Ingvarsson starfsmaður Hrinrásar. Féll myllan alveg eins og þið gerðuð ráð fyrir? „Jájá, og gerði það mjög tignarlega.“
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorka Tengdar fréttir Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45
Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“ Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum. 20. september 2022 11:05