Biðla til stjórnvalda um að afstýra 20 prósenta hækkun fasteignaskatta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2022 11:45 Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara. Stöð 2 Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra tuttugu prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda. Formaður Landssambands eldri borgara bendir á að eldri bogarar hafi enga möguleika til að auka sínar tekjur eins og aðrir þjóðfélagshópar. Endurskoða þurfa hvernig fasteignamat sé reiknað. Fasteignamat ársins 2023 er 19,9% hærra en á yfirstandandi ári. Landsamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og Húseigendafélagið benda á í yfirlýsingu að án aðgerða af hálfu sveitarfélega muni sú þessi hækkun leiða til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta-og gjalda. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, bendir á að eldri borgarar séu í sérstaklega erfiðri stöðu gagnvart þessari hækkun. Þeir geti yfirleitt ekki sótt sér auknar tekjur til að mæta hærri skattbyrði. „Enn einu sinni eru lagðar auknar byrðar á eldra fólk og nú í formi fasteignaskatta. Staðan er þannig að lífeyrir eldra fólks hækkar um einhver 6% á þessu tímabili en það er verið að tala um að hækka fasteignamatið um tæp 20% og þarna er hópur sem hefur enga möguleika á að breyta sínum tekjum og þetta er gert með einhverjum útreikningum sem eru illskiljanlegir.“ Helgi skorar á sveitarfélög að grípa inn í og gæta þess að ekki séu lagðar álögur á eldra fólk sem það geti ekki með nokkru móti staðið undir. „Þessi hópur veður ekkert í peningum eins og menn hafa nú gjarnan verið að benda á og þurfa á öllu sínu að halda þannig að við bara skorum á sveitarfélögin að grípa þarna inn í. Við skiljum ekkert í því að menn geti fundið út þessa hækkun sem er sko helmingi hærri en verðbólga.“ Endurskoða þurfi hvernig fasteignamat sé reiknað. „Við erum svona til lengri tíma að hvetja yfirvöld til að huga að þessu fasteignamati og hvernig það er reiknað. Það þarf að fara mjög vandlega ofan í fastiegnamatið og átta sig á því hvort það birti raunverulega mynd af stöðunni.“ Fasteignamarkaður Skattar og tollar Eldri borgarar Félagasamtök Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 er 19,9% hærra en á yfirstandandi ári. Landsamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og Húseigendafélagið benda á í yfirlýsingu að án aðgerða af hálfu sveitarfélega muni sú þessi hækkun leiða til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta-og gjalda. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, bendir á að eldri borgarar séu í sérstaklega erfiðri stöðu gagnvart þessari hækkun. Þeir geti yfirleitt ekki sótt sér auknar tekjur til að mæta hærri skattbyrði. „Enn einu sinni eru lagðar auknar byrðar á eldra fólk og nú í formi fasteignaskatta. Staðan er þannig að lífeyrir eldra fólks hækkar um einhver 6% á þessu tímabili en það er verið að tala um að hækka fasteignamatið um tæp 20% og þarna er hópur sem hefur enga möguleika á að breyta sínum tekjum og þetta er gert með einhverjum útreikningum sem eru illskiljanlegir.“ Helgi skorar á sveitarfélög að grípa inn í og gæta þess að ekki séu lagðar álögur á eldra fólk sem það geti ekki með nokkru móti staðið undir. „Þessi hópur veður ekkert í peningum eins og menn hafa nú gjarnan verið að benda á og þurfa á öllu sínu að halda þannig að við bara skorum á sveitarfélögin að grípa þarna inn í. Við skiljum ekkert í því að menn geti fundið út þessa hækkun sem er sko helmingi hærri en verðbólga.“ Endurskoða þurfi hvernig fasteignamat sé reiknað. „Við erum svona til lengri tíma að hvetja yfirvöld til að huga að þessu fasteignamati og hvernig það er reiknað. Það þarf að fara mjög vandlega ofan í fastiegnamatið og átta sig á því hvort það birti raunverulega mynd af stöðunni.“
Fasteignamarkaður Skattar og tollar Eldri borgarar Félagasamtök Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43