Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Snorri Másson skrifar 22. september 2022 08:52 Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. Árni átti erfitt með að útskýra það á yngri árum hver faðir hans væri. „Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni.Vísir Árni Jón er fæddur í fæddur árið 1945 í Reykjavík. Móðir hans var þá 46 ára, hún var ekkja og sagði Árna aldrei hver faðir hans var. Árni átti ekki gott eða náið samband við móður sína, sem lést svo þegar hann var 15 ára og áfram vissi hann ekkert um faðerni sitt. Árni átti flókin fullorðinsár sem einkenndust af taugaáfalli og öðrum erfiðleikum og hann var vitanlega orðinn alveg úrkula vonar um að finna föður sinn þegar hann fékk símtal einn daginn árið 2017 frá Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu. Mögulegur bandarískur hálfbróðir, sonur fyrrum hermanns, var að leita að ættingjum sínum á Íslandi. Átti hann þessa ættingja og átti Árni fjölskyldu vestanhafs? Um það fjallar kvikmyndin Velkominn Árni, sem nú sýnd í Bíó Paradís. „Hún hringir bara allt í einu í mig einn daginn og sagði mér að mögulegur bróðir minn frá Vesturheimi væri að svipast eftir mér. Sá sagði mér síðan að faðir minn, væntanlega, hefði sagt honum nafnið á móður minni,“ segir Árni. Þegar Árni var kominn í samband við þennan mögulega bróður vestanhafs upphefst rannsókn þeirra á mögulegum skyldleika með tilheyrandi erfðafræðirannsóknum og óvæntum vendingum. Árni og David Balsam. Faðir Balsam var hermaður á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni og sagði syni sínum frá því skömmu áður en hann lést að hann ætti barn á Íslandi.Aðsend mynd En um leið er sagt frá þyrnum stráðu ferðalagi Árna í gegnum lífið – hvernig er að alast upp án föður? „Það var dálítið snúið, bæði út á við og inn á við líka. Auðvitað vissi ég að ég væri ástandsbarn en einhvern veginn gat ég ekki sagt það bara hreint út þegar fólk var að spyrja. Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni. Í seinni tíð segist Árni hafa fyrirgefið foreldrum sínum að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart honum. Kannski má síðan halda því fram að Árni hafi eignast nýja fjölskyldu á efri árum - ekki aðeins blóðfjölskylduna sem hann leitar í kvikmyndinni, heldur líka Viktoríu Hermannsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Sólmund Hólm eiginmann hennar, sem hafa tekið honum opnum örmum. „Ég er eiginlega bara kominn inn í fjölskylduna. Það á bara eftir að gera það formlega,“ segir Árni, sem hefur jafnvel varið jólunum með þessum vinum sínum. Ísland í dag Seinni heimsstyrjöldin Kópavogur Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Árni átti erfitt með að útskýra það á yngri árum hver faðir hans væri. „Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni.Vísir Árni Jón er fæddur í fæddur árið 1945 í Reykjavík. Móðir hans var þá 46 ára, hún var ekkja og sagði Árna aldrei hver faðir hans var. Árni átti ekki gott eða náið samband við móður sína, sem lést svo þegar hann var 15 ára og áfram vissi hann ekkert um faðerni sitt. Árni átti flókin fullorðinsár sem einkenndust af taugaáfalli og öðrum erfiðleikum og hann var vitanlega orðinn alveg úrkula vonar um að finna föður sinn þegar hann fékk símtal einn daginn árið 2017 frá Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu. Mögulegur bandarískur hálfbróðir, sonur fyrrum hermanns, var að leita að ættingjum sínum á Íslandi. Átti hann þessa ættingja og átti Árni fjölskyldu vestanhafs? Um það fjallar kvikmyndin Velkominn Árni, sem nú sýnd í Bíó Paradís. „Hún hringir bara allt í einu í mig einn daginn og sagði mér að mögulegur bróðir minn frá Vesturheimi væri að svipast eftir mér. Sá sagði mér síðan að faðir minn, væntanlega, hefði sagt honum nafnið á móður minni,“ segir Árni. Þegar Árni var kominn í samband við þennan mögulega bróður vestanhafs upphefst rannsókn þeirra á mögulegum skyldleika með tilheyrandi erfðafræðirannsóknum og óvæntum vendingum. Árni og David Balsam. Faðir Balsam var hermaður á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni og sagði syni sínum frá því skömmu áður en hann lést að hann ætti barn á Íslandi.Aðsend mynd En um leið er sagt frá þyrnum stráðu ferðalagi Árna í gegnum lífið – hvernig er að alast upp án föður? „Það var dálítið snúið, bæði út á við og inn á við líka. Auðvitað vissi ég að ég væri ástandsbarn en einhvern veginn gat ég ekki sagt það bara hreint út þegar fólk var að spyrja. Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni. Í seinni tíð segist Árni hafa fyrirgefið foreldrum sínum að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart honum. Kannski má síðan halda því fram að Árni hafi eignast nýja fjölskyldu á efri árum - ekki aðeins blóðfjölskylduna sem hann leitar í kvikmyndinni, heldur líka Viktoríu Hermannsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Sólmund Hólm eiginmann hennar, sem hafa tekið honum opnum örmum. „Ég er eiginlega bara kominn inn í fjölskylduna. Það á bara eftir að gera það formlega,“ segir Árni, sem hefur jafnvel varið jólunum með þessum vinum sínum.
Ísland í dag Seinni heimsstyrjöldin Kópavogur Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01