Ted Lasso mætir í FIFA 23 Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 22:21 Sudeikis er sagður hæstánægður með viðbótina í tölvuleiknum. Getty/David M. Benett FIFA áhugamenn munu sjá knattspyrnustjórann Ted Lasso úr samnefndum þáttum á vegum streymisveitu Apple, Apple+ í tölvuleiknum FIFA23. EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games. Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games.
Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira