Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 16:20 Auglýsing til stuðnings innlimunar Lúhansk í Rússland sem á stendur „Með Rússlandi að eilífu, 27. september“. Uppreisnarmenn sem styðja rússnesk stjórnvöld fara með völdin í stærstum hluta héraðsins. AP Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. Atkvæðagreiðsla hófst í Lúhansk, Donetsk, Kherson og Saporisjía, fjórum héruðum sem Rússar hersetja að hluta, í dag og stendur hún fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins nokkurra daga fyrirvara og í skugga stórsóknar úkraínska hersins í norðaustanverðu landinu. Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna sem fals þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin, Rússum í vil. Júrí Sobolevskíj, varaformaður héraðsráðs Kherson-héraðs sem Rússar boluðu burt með hernámi sínu, segir að fólki á svæðunum hafi verið bannað að yfirgefa þau á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, vopnaðir menn gangi í hús til að neyða fólk til að greiða atkvæði og starfsfólki hafi verið hótað brottrekstri ef það tekur ekki þátt. „Í dag er það besta fyrir íbúa Kherson að opna ekki dyrnar,“ segir Sobolevskíj. Talið er að stjórnvöld í Kreml ætli sér að nota niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til þess að innlima héruðin líkt og þau gerðu með Krímskaga árið 2014. Eftir innlimunina gætu þau lýst gagnsókn Úkraínumanna í þeim sem árás á Rússland sjálft. Pútín forseti ýjaði jafnvel að því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til að verja landsvæðin í vikunni. Serhíj Gaidai, ríkisstjóri Lúhansk, segir að fólk þar hafi verið neytt út úr húsum sínum til að kjósa. Sums staðar sé fólk látið fylla út blöð í eldhúsi sínu eða garði án leyndar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að gengið verði með kjörkassa í hús til að láta fólk kjósa. Kjörstaðir verði aðeins opnir einn dag, á þriðjudag. Engir óháðir eftirlitsmenn fylgjast með atkvæðagreiðslunni og þá er stór hluti íbúa héraðanna sem bjó í þeim fyrir stríðið flúinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hófst í Lúhansk, Donetsk, Kherson og Saporisjía, fjórum héruðum sem Rússar hersetja að hluta, í dag og stendur hún fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins nokkurra daga fyrirvara og í skugga stórsóknar úkraínska hersins í norðaustanverðu landinu. Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir bandamenn þeirra hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna sem fals þar sem niðurstaðan er fyrirfram ákveðin, Rússum í vil. Júrí Sobolevskíj, varaformaður héraðsráðs Kherson-héraðs sem Rússar boluðu burt með hernámi sínu, segir að fólki á svæðunum hafi verið bannað að yfirgefa þau á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur, vopnaðir menn gangi í hús til að neyða fólk til að greiða atkvæði og starfsfólki hafi verið hótað brottrekstri ef það tekur ekki þátt. „Í dag er það besta fyrir íbúa Kherson að opna ekki dyrnar,“ segir Sobolevskíj. Talið er að stjórnvöld í Kreml ætli sér að nota niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til þess að innlima héruðin líkt og þau gerðu með Krímskaga árið 2014. Eftir innlimunina gætu þau lýst gagnsókn Úkraínumanna í þeim sem árás á Rússland sjálft. Pútín forseti ýjaði jafnvel að því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til að verja landsvæðin í vikunni. Serhíj Gaidai, ríkisstjóri Lúhansk, segir að fólk þar hafi verið neytt út úr húsum sínum til að kjósa. Sums staðar sé fólk látið fylla út blöð í eldhúsi sínu eða garði án leyndar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að gengið verði með kjörkassa í hús til að láta fólk kjósa. Kjörstaðir verði aðeins opnir einn dag, á þriðjudag. Engir óháðir eftirlitsmenn fylgjast með atkvæðagreiðslunni og þá er stór hluti íbúa héraðanna sem bjó í þeim fyrir stríðið flúinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09 Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01 Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Rússneskir miðlar segja atkvæðagreiðslu um innlimun hafna Samkvæmt ríkismiðlum í Rússlandi er atkvæðagreiðsla hafin á sumum þeirra hernumdu svæða í Úkraínu þar sem til stendur að halda íbúakosningu um innlimun nú um helgina. 23. september 2022 07:09
Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. 22. september 2022 18:01
Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. 20. september 2022 14:54