Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. september 2022 16:27 Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám. Veðurstofan Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Samkvæmt horfum næsta sólarhringinn hjá Veðurstofunni verður vestan stormur víða á landinu í nótt en honum fylgi snarpar vindhviður. Það snúist í norðvestan 20 til 28 metra á sekúndu á morgun, sunnudag. Hættulegar vindhviður verði á Suðausturlandi og Austurlandi. Búist sé við rigningu nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi en slydda og snjókoma verði á á heiðum og til fjalla. Slæmt eða ekkert ferðaveður sé þar sem viðvaranirnar eru í gildi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði en miklar líkur eru sagðar á foktjóni og grjótfoki. Norðvestan rok eða stormur sé væntanlegur 25 til 33 metrar á sekúndu en vindhviður geti farið yfir 45 metra á sekúndu. Nánari upplýsingar um veðurviðvaranir Veðurstofunnar má sjá hér. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hefur einnig sent frá sér tilkynningu vegna veðursins. „Á morgun er suðaustanlands og á Austfjörðum spáð er slæmum stormi og áköfum sviptivindum, staðbundið allt að 50-60 m/s. Vegna þessa er hætt við að vegir geti lokast, m.a. hringvegurinn frá Kirkjubæjarklaustri og austur fyrir Djúpavog. Um tíma einnig hviðuveður í Mýrdal og undir Eyjafjöllum,“ skrifar Einar. Almenningur er hvattur til þess að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til rauðrar viðvörunar á Austfjörðum. Almannavarnir Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Sjá meira
Samkvæmt horfum næsta sólarhringinn hjá Veðurstofunni verður vestan stormur víða á landinu í nótt en honum fylgi snarpar vindhviður. Það snúist í norðvestan 20 til 28 metra á sekúndu á morgun, sunnudag. Hættulegar vindhviður verði á Suðausturlandi og Austurlandi. Búist sé við rigningu nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi en slydda og snjókoma verði á á heiðum og til fjalla. Slæmt eða ekkert ferðaveður sé þar sem viðvaranirnar eru í gildi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði en miklar líkur eru sagðar á foktjóni og grjótfoki. Norðvestan rok eða stormur sé væntanlegur 25 til 33 metrar á sekúndu en vindhviður geti farið yfir 45 metra á sekúndu. Nánari upplýsingar um veðurviðvaranir Veðurstofunnar má sjá hér. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hefur einnig sent frá sér tilkynningu vegna veðursins. „Á morgun er suðaustanlands og á Austfjörðum spáð er slæmum stormi og áköfum sviptivindum, staðbundið allt að 50-60 m/s. Vegna þessa er hætt við að vegir geti lokast, m.a. hringvegurinn frá Kirkjubæjarklaustri og austur fyrir Djúpavog. Um tíma einnig hviðuveður í Mýrdal og undir Eyjafjöllum,“ skrifar Einar. Almenningur er hvattur til þess að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til rauðrar viðvörunar á Austfjörðum.
Almannavarnir Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Sjá meira