„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 13:27 Snarvitlaust veður er víðsvegar á landinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. Gert er ráð fyrir því að veðrið verði verst fyrir austan en appelsínugular eða gular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu. Slæmt veður var víðast hvar í nótt en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að hlutir hafi fokið í öllum hverfum. Sama er upp á teningnum annars staðar á landinu, að frátöldum Vestfjörðum Búið er að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Austurlandi fylgjast grannt með færðinni. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir fjallavegi sérstaklega varasama. „Veðurspáin lítur ekki vel út. Það er spáð mikilli veðurhæð og miklum vindi aðallega. Um leið og það hvessir mikið þá er að kólna og það gæti jafnvel orðið snjókoma og slydda á fjöllum. Þannig að það er enn minni ástæða til að vera á ferðinni, að minnsta kosti milli staða,“ segir Sveinn Halldór. Fólk komi skilaboðunum til ferðamanna Töluverður fjöldi ferðamanna er á ferð um landið og hafa Almannavarnir beðið landsmenn um að koma skilaboðum um hið slæma veður áleiðis. „Það eru auðvitað kannski síst þeir sem verða varir við aðvaranir frá okkur – eða veðurspár. Það er áskorun að reyna að koma þessum skilaboðum til ferðamanna,“ segir Sveinn Halldór. Sveinn Halldór kveðst ekki alveg tilbúinn að lýsa yfir því að veturinn sé hafinn, en segir þetta klárlega fyrstu haustlægðina. „Þetta er nú óvenjuskörp byrjun á haustinu. Það var 20 stiga hiti hérna í gær og fínasta veður, og búið að vera mestallan september. Þannig að þetta kemur ansi kröftuglega, en mér sýnist á veðurspá að það muni skána þegar líður á vikuna. En það er að koma haust og vetur, menn þurfa að sætta sig við það,“ segir Sveinn Halldór. Tilmæli til fólks eru klassísk: Huga að lausamunum og sleppa ferðalögum að óþörfu. Er veturinn kominn? „Þetta er fyrsta haustlægðin, það er alveg á hreinu. Ég ætla nú ekki alveg að lýsa yfir vetri strax en segjum að það sé komið haust,“ segir Sveinn Halldór. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Fleiri fréttir Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að veðrið verði verst fyrir austan en appelsínugular eða gular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu. Slæmt veður var víðast hvar í nótt en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að hlutir hafi fokið í öllum hverfum. Sama er upp á teningnum annars staðar á landinu, að frátöldum Vestfjörðum Búið er að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Austurlandi fylgjast grannt með færðinni. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir fjallavegi sérstaklega varasama. „Veðurspáin lítur ekki vel út. Það er spáð mikilli veðurhæð og miklum vindi aðallega. Um leið og það hvessir mikið þá er að kólna og það gæti jafnvel orðið snjókoma og slydda á fjöllum. Þannig að það er enn minni ástæða til að vera á ferðinni, að minnsta kosti milli staða,“ segir Sveinn Halldór. Fólk komi skilaboðunum til ferðamanna Töluverður fjöldi ferðamanna er á ferð um landið og hafa Almannavarnir beðið landsmenn um að koma skilaboðum um hið slæma veður áleiðis. „Það eru auðvitað kannski síst þeir sem verða varir við aðvaranir frá okkur – eða veðurspár. Það er áskorun að reyna að koma þessum skilaboðum til ferðamanna,“ segir Sveinn Halldór. Sveinn Halldór kveðst ekki alveg tilbúinn að lýsa yfir því að veturinn sé hafinn, en segir þetta klárlega fyrstu haustlægðina. „Þetta er nú óvenjuskörp byrjun á haustinu. Það var 20 stiga hiti hérna í gær og fínasta veður, og búið að vera mestallan september. Þannig að þetta kemur ansi kröftuglega, en mér sýnist á veðurspá að það muni skána þegar líður á vikuna. En það er að koma haust og vetur, menn þurfa að sætta sig við það,“ segir Sveinn Halldór. Tilmæli til fólks eru klassísk: Huga að lausamunum og sleppa ferðalögum að óþörfu. Er veturinn kominn? „Þetta er fyrsta haustlægðin, það er alveg á hreinu. Ég ætla nú ekki alveg að lýsa yfir vetri strax en segjum að það sé komið haust,“ segir Sveinn Halldór. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Fleiri fréttir Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Sjá meira