Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 18:02 Björn Ingi Óskarsson mundar sópinn ásamt nágranna sínum. Þeir búa í nærliggjandi götum en létu sitt ekki eftir liggja til að aðstoða. Vísir/Tryggvi Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. Eins og komið hefur fram á Vísi í dag var allt á floti á Akureyri. Samblanda af hárri sjávarstöðu og gríðarlega kröftugri norðanátt gerði það að verkum að sjór gekk á land á neðsta hluta Oddeyrinnar, sem aðallega hýsir létta iðnaðarstarfsemi. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var allt meira og minna á floti, með tilheyrandi tjóni. Þegar fréttamaður mætti á svæðið í dag tók hann eftir því að þar voru lögregla, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn og gulklæddir starfsmenn bæjarins og Norðurorku að störfum við að koma vatninu í burtu. Þar var voru hins vegar einnig ómerktir einstaklingar á fullu við að opna niðurföll og koma flaumnum frá. Þetta voru íbúar í nærliggjandi götum, sem höfðu sloppið við vatnsflauminn, en rann blóðið til skyldunnar að aðstoða við vinnuna. „Ég hljóp bara út með kústinn þegar ég sá að þetta var komið í götuna og ætlaði bara að reyna að tefja fyrir þessu,“ sagði Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Hann var einn af þeim sem var mættur til að aðstoða. Það var allt á floti.Vísir/Tryggvi „Maður reynir bara að stoppa þetta ef maður getur eða að minnsta kosti að reyna að tefja fyrir því,“ sagði hann en nokkrir aðrir íbúar í grennd voru með Birni með sópa og járnkarla á lofti. Hvað sjáið þið fram á að vera hérna lengi? „Ég held að það sé ekkert verið að pæla í því. Bara að reyna að opna þetta, reyna að koma þessu vatni í burtu.“ Lögreglan á Akureyri segir ljóst að tjón hafi orðið í morgun. Þá stendur einnig til að standa vaktina í kvöld þar sem aftur er von á háflóði á milli 21-22. Þá vona menn hins vegar að aðgerðir sem ráðist var í dag, meðal annars með því að setja sandpoka fyrir innganga í hús á svæðinu, geti skilað árangri. Lögregla stendur hins vegar vaktina og biður þá sem eiga húseignir á svæðinu að gera ráðstafanir til að forða frekara tjóni. Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Eins og komið hefur fram á Vísi í dag var allt á floti á Akureyri. Samblanda af hárri sjávarstöðu og gríðarlega kröftugri norðanátt gerði það að verkum að sjór gekk á land á neðsta hluta Oddeyrinnar, sem aðallega hýsir létta iðnaðarstarfsemi. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var allt meira og minna á floti, með tilheyrandi tjóni. Þegar fréttamaður mætti á svæðið í dag tók hann eftir því að þar voru lögregla, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn og gulklæddir starfsmenn bæjarins og Norðurorku að störfum við að koma vatninu í burtu. Þar var voru hins vegar einnig ómerktir einstaklingar á fullu við að opna niðurföll og koma flaumnum frá. Þetta voru íbúar í nærliggjandi götum, sem höfðu sloppið við vatnsflauminn, en rann blóðið til skyldunnar að aðstoða við vinnuna. „Ég hljóp bara út með kústinn þegar ég sá að þetta var komið í götuna og ætlaði bara að reyna að tefja fyrir þessu,“ sagði Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Hann var einn af þeim sem var mættur til að aðstoða. Það var allt á floti.Vísir/Tryggvi „Maður reynir bara að stoppa þetta ef maður getur eða að minnsta kosti að reyna að tefja fyrir því,“ sagði hann en nokkrir aðrir íbúar í grennd voru með Birni með sópa og járnkarla á lofti. Hvað sjáið þið fram á að vera hérna lengi? „Ég held að það sé ekkert verið að pæla í því. Bara að reyna að opna þetta, reyna að koma þessu vatni í burtu.“ Lögreglan á Akureyri segir ljóst að tjón hafi orðið í morgun. Þá stendur einnig til að standa vaktina í kvöld þar sem aftur er von á háflóði á milli 21-22. Þá vona menn hins vegar að aðgerðir sem ráðist var í dag, meðal annars með því að setja sandpoka fyrir innganga í hús á svæðinu, geti skilað árangri. Lögregla stendur hins vegar vaktina og biður þá sem eiga húseignir á svæðinu að gera ráðstafanir til að forða frekara tjóni.
Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði