Mjög stoltur en vill enda með bræðrunum á Húsavík Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 11:00 Hallgrímur Mar Steingrímsson í viðtali á nýja vellinum sem KA hóf að spila heimaleiki sína á í sumar. Stöð 2 Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti met Erlings Kristjánssonar á dögunum sem leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild í fótbolta. Hann á nú öll helstu leikja- og markamet KA í fótbolta karla. „Ég kom inn í KA 2009 sem óþroskaður krakki í rauninni, og gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti möguleika á að ná þessum áföngum hjá eins stóru félagi og KA er. Ég er því mjög stoltur af að hafa náð þessum áföngum,“ segir Hallgrímur. Hann hefur nú leikið 128 leiki í efstu deild, einum fleiri en Erlingur sem reyndar er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA með 577 leiki. „Ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri“ Hallgrímur hefur alls leikið 277 knattspyrnuleiki fyrir KA, sem er félagsmet, og skorað 85 mörk sem er einnig félagsmet. Þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er enn eitt félagsmetið. „Ég var svo sem ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri. Meira að pæla í að leggja upp. Ég var í raun aldrei markaskorari og tel mig ekkert vera markaskorara, þó að mörkin hafi orðið fleiri og fleiri síðustu ár. Það er bara gaman en leikjametið finnst mér skemmtilegra,“ segir Hallgrímur en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Hallgrímur um KA-metin Hallgrímur á sinn þátt í uppgangi KA síðustu ár og frábæru tímabili liðsins til þessa en það er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. Hver er galdurinn? „Við erum með drullugott lið. Þetta er held ég besta lið sem ég hef verið partur af frá því að ég kom í KA. Þetta er betri hópur og það hafa geggjaðir strákar verið að koma upp undanfarin ár. Svo er það umgjörðin í kringum KA í heild sinni, frá því að við stefndum að því að komast upp 2016,“ segir Hallgrímur sem er einnig afar ánægður með nýja heimavöllinn og gervigrasið sem KA spilar á, á sínu félagssvæði. Draumurinn að ljúka ferlinum á Húsavík Hallgrímur, sem verður 32 ára á sunnudaginn, er frá Húsavík og hóf ferilinn með Völsungi. Þar vill hann líka ljúka ferlinum, helst með bræðrum sínum en Hrannar yngri bróðir Hallgríms spilar með honum hjá KA. „Draumurinn minn er auðvitað að spila að minnsta kosti eitt tímabil á Húsavík, þá helst með yngsta bróður mínum, Andra, og vonandi fleirum. Ég veit að Hrannar bróður minn kitlar í að spila einhver ár á Húsavík. En ég vil samt spila eins lengi og ég get í efstu deild. Við gefum þessu 4-5 ár áður en ég fer að leita eitthvað annað,“ segir Hallgrímur. Besta deild karla KA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
„Ég kom inn í KA 2009 sem óþroskaður krakki í rauninni, og gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti möguleika á að ná þessum áföngum hjá eins stóru félagi og KA er. Ég er því mjög stoltur af að hafa náð þessum áföngum,“ segir Hallgrímur. Hann hefur nú leikið 128 leiki í efstu deild, einum fleiri en Erlingur sem reyndar er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA með 577 leiki. „Ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri“ Hallgrímur hefur alls leikið 277 knattspyrnuleiki fyrir KA, sem er félagsmet, og skorað 85 mörk sem er einnig félagsmet. Þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er enn eitt félagsmetið. „Ég var svo sem ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri. Meira að pæla í að leggja upp. Ég var í raun aldrei markaskorari og tel mig ekkert vera markaskorara, þó að mörkin hafi orðið fleiri og fleiri síðustu ár. Það er bara gaman en leikjametið finnst mér skemmtilegra,“ segir Hallgrímur en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Hallgrímur um KA-metin Hallgrímur á sinn þátt í uppgangi KA síðustu ár og frábæru tímabili liðsins til þessa en það er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. Hver er galdurinn? „Við erum með drullugott lið. Þetta er held ég besta lið sem ég hef verið partur af frá því að ég kom í KA. Þetta er betri hópur og það hafa geggjaðir strákar verið að koma upp undanfarin ár. Svo er það umgjörðin í kringum KA í heild sinni, frá því að við stefndum að því að komast upp 2016,“ segir Hallgrímur sem er einnig afar ánægður með nýja heimavöllinn og gervigrasið sem KA spilar á, á sínu félagssvæði. Draumurinn að ljúka ferlinum á Húsavík Hallgrímur, sem verður 32 ára á sunnudaginn, er frá Húsavík og hóf ferilinn með Völsungi. Þar vill hann líka ljúka ferlinum, helst með bræðrum sínum en Hrannar yngri bróðir Hallgríms spilar með honum hjá KA. „Draumurinn minn er auðvitað að spila að minnsta kosti eitt tímabil á Húsavík, þá helst með yngsta bróður mínum, Andra, og vonandi fleirum. Ég veit að Hrannar bróður minn kitlar í að spila einhver ár á Húsavík. En ég vil samt spila eins lengi og ég get í efstu deild. Við gefum þessu 4-5 ár áður en ég fer að leita eitthvað annað,“ segir Hallgrímur.
Besta deild karla KA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira